Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn Páll Harðarson skrifar 19. desember 2018 08:00 Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun