Innlent

Skýrist á næstu dögum hvort samninganefnd SGS klofnar

Heimir Már Pétursson skrifar
Það skýrist á næstu dögum hvort slitnar upp úr samfloti átján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins í viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Á formannafundi félaganna á föstudag vildu sjö félaganna vísa kjaradeilunni strax til Ríkissáttasemjara en ellefu félög vildu láta reyna lengur á viðræður við atvinnurekendur.

Samkvæmt heimildum fréttastofu skilur á milli sömu hópa og vildu segja upp kjarasamningum í febrúar og þeirra sem lögðust gegn því og boðuðu þess í stað hörku í viðræðum um SA nú í desember. Samninganefnd fjömennasta félagsins, Eflingar, sem vildi vísa deilunni til Ríkissáttasemjara, kemur saman til fundar annað kvöld til að ræða stöðuna.

Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir einstök félög geta afturkallað samningsumboð sitt frá sambandinu hvenær sem er.

„Það eru deildar meiningar. Það kom mjög vel fram á fundinum að menn voru ekki alveg samtaka í þessu. Þannig að auðvitað ræða menn við sín baklönd um hvað þeim finnst eðlilegt að gera,“ sagði Björn í hádegisfréttum Bylgjunnar.


Tengdar fréttir

Ekki útilokað að greiðslur úr sjúkrasjóði VR verði skertar

Ekki er útilokað að VR muni grípa á það ráð að lækka greiðslur úr sjúkrasjóði stéttarfélagsins til að mæta aukinni aðsókn. Það stefnir í metaðsókn í sjóðinn annað árið í röð. Formaður VR segir aukninguna meiriháttar vísbendingu um að eitthvað mikið sé að í samfélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×