Mueller eitt skotmarka samfélagsmiðlaherferðar Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2018 12:37 Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins í maí í fyrra. Hann rannsakar meðal annars tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Vegna þess varð hann að skotmarki herðferðar Rússa. Vísir/Getty Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Útsendarar rússneskra stjórnvalda beittu samfélagsmiðlum til þess að reyna að rýra traust á Robert Mueller og rannsókn hans á meintu samráði forsetaframboðs Donald Trump við Rússa. Í skýrslu um afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum sem öldungadeild Bandaríkjaþings hefur fengið í hendur kemur fram hvernig þeir notuðu nær alla samfélagsmiðla í áróðursherferð sinni. Greining á fleiri en tíu milljónum færslna og skilaboða á stærstu samfélagsmiðlum heims leiddi í ljós að tilraunir rússnesku útsendarana til þess að hafa áhrif á bandaríska kjósendur hófust fyrr en almennt er talið og stóðu lengur yfir, að sögn Washington Post sem komst yfir skýrsluna. Rússarnir notuðu meðal annars gervireikninga á Facebook, Twitter og fleiri miðlum til þess að deila rangfærslum um Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Hann var sakaður um að vera spilltur og fullyrt að ásakanir um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 væru brjálaðar samsæriskenningar. Mueller var jafnvel vændur um að hafa unnið með „róttækum íslömskum hópum“.Hlutur Instagram lítt skoðaður til þessa Samfélagsmiðlarnir eru sagðir hafa verið notaðir til að ná til ólíkra hópa. Þannig hafi Rússarnir beitt Twitter til að ná til stjórnmála- og fjölmiðlamanna. Facebook og auglýsingatól þess hafi verið notuð til að skipta almenningi upp í þýði eftir hugmyndafræði og menningarhópi. Reyndu Rússarnir að virkja íhaldssama kjósendur en letja blökkumenn sem eru líklegri til að styðja demókrata í að kjósa. Myndasíðan Instagram, sem er í eigu Facebook, virðist hafa verið gjöfulustu miðin fyrir rússnesku útsendarana. Færslur sem þeir deildu þar fengu 187 milljónir ummæla, „læka“ og annarra viðbragða. Það var meira en á Facebook og Twitter til samans. Sérstaklega jókst notkunin á Instagram til að dreifa áróðri hálfu ári eftir að Trump náði kjöri sem forseti. Þar deildu Rússarnir um 116.000 færslum, tvöfalt fleiri en á Facebook. Mueller hefur ákært hóp Rússa sem tengjast félaginu Internet Research Agency sem er talið hafa stýrt samfélagsmiðlaherferð rússneskra stjórnvalda í kringum kosningarnar fyrir tveimur árum. Stjórnendur Facebook hafa lofað bót og betrun í að koma í veg fyrir að samfélagsmiðillinn sé notaðu til að hafa áhrif á kosningar á óeðlilegan hátt. Washington Post bendir hins vegar á að fyrirtækið hafi gert lítið úr athöfnum Rússa á Instagram þegar fulltrúar þess gáfu Bandaríkjaþingi skýrslu um áróðursherferðina í fyrra. Þá sagði það að færslur Rússa á Instagram hefðu náð til tuttugu milljóna manna og á Facebook til 126 milljóna.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08 Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Fyrrverandi lögmaður Trump játar að hafa logið um viðskipti í Rússlandi Michael Cohen kom fyrir dómara í dag og játaði að hafa logið að þingnefndum um fasteignaverkefni í Moskvu sem hélt áfram eftir að forsetaframboð Trump hófst. 29. nóvember 2018 21:08
Giuliani kennir Twitter um eigin mistök og hrekk Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York, og einn af æðstu lögmönnum Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, er sannfærður um að starfsmenn Twitter hati Donald Trump. 5. desember 2018 14:49
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent