„Kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla g'day mate“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. desember 2018 11:23 Andrew Broad hefur sagt af sér í kjölfar málsins. EPA/AAP Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí. Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fjöldi Ástrala hefur nú afneitað ástsælasta orðatiltæki þjóðarinnar, g‘day mate, í kjölfar kynlífshneykslis stjórnarþingmanns. Málið varðar hátt settan þingmann, ávaxtaráðstefnu í Hong Kong og stefnumótasíðu fyrir svokölluð sykurbörn, ungt fólk sem sækist eftir sambandi með eldri, vel efnaðri, manneskju. Andrew Broad hefur sagt af sér og segir pólitískan feril sinn á enda eftir að málið komst upp. Greint var frá því að hann hefði sent „g‘day mate“ í kynferðislegu samhengi til ungrar konu sem segist hafa kynnst honum á stefnumótasíðu. Broad hefur ekki viljað svara fyrir ásakanirnar en sendi frá sér yfirlýsingu. Málið þykir koma illa við ríkisstjórnina, sem þykir eiga við kvennavandamál að stríða, það er að segja að konur kjósi síður frjálslynda flokkinn. Konan sem kölluð er Amy segir að þingmaðurinn hafi sent henni skilaboð á Whatsapp. Hann hafi spurt hana hvort hún fílaði ástralska hreiminn. Hún hafi svarað því að henni fyndist þeir afar kynæsandi. Næstu skilaboð frá Broad hafi þá verið: „Ég toga þig að mér, renni sterkum höndum mínum niður bakið á þér, kyssi þig blíðlega á hálsinn og hvísla G‘day mate.“ „Ég er sveitagaur, þannig að ég kann að fljúga flugvél, ríða hesti og ríða konunni minni. Áform mín eru fullkomlega svívirðileg,“ á þingmaðurinn einnig að hafa sagt.Fifty Shades of g'day Áströlum finnst skilaboðin ýmist fyndin eða bagaleg. Hefur hneykslið verið kallað Fifty shades of g‘day, sem er vísun í bókina fimmtíu gráa skugga, en aðrir segja að g‘day hafi verið aflýst. Konan hefur aðeins komið fram undir nafninu Amy í fjölmiðlum í Ástralíu og segir hún að Broad hafi kallað sig James Bond á stefnumóti þeirra og að hann hafi kvartað undan háu verðlagi á veitingastaðnum þar sem þau hittust. Málið hefur sem fyrr segir varpað ljósi á vandamál frjálslynda flokksins þegar kemur að því að næla í atkvæði kvenna og því er spáð að kvenframbjóðendur hljóti góða kosningu í næstu kosningum sem fara fram í maí.
Ástralía Eyjaálfa Hong Kong Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira