Körfubolti

Bikarmeistararnir og Haukar í átta liða úrslitin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflvíkingar fagna á bikarhelginni í fyrra.
Keflvíkingar fagna á bikarhelginni í fyrra. vísir/bára
Dominos-deildarlið Hauka er komið í átta liða úrslit Geysisbikarsins eftir torsóttan sigur á B-deildarliði Grindavíkur, 72-67, á Ásvöllum í kvöld.

Grindvíkingar komu sterkari inn í leikinn og voru 17-8 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þær leiddu svo 36-27 í hálfleik.

Í síðari hálfleik var svo mikið jafnræði með liðunum og eftir þriðja leikhlutann munaði tveimur stigum, 50-48, Grindvíkingum í vil.

Í fjórða leikhlutanum var Dominos-deildarliðið sterkara en þær urðu fyrir miklu áfalli er rúmar tvær mínútur voru eftir er einn lykilmaður liðsins, Þóra Kristín Jónsdóttir, var borin af velli.

Heimastúlkur létu þær ekki á sig fá og unnu að lokum fimm stiga sigur, 72-67, og tryggðu sig sæti í átta liða úrslitunum.

Áðurnefnd Þóra Kristín var stigahæst í liði Hauka með 25 stig og tók sex fráköst. Í liði Grindavíkur var það Hrund Skúladóttir sem gerði 22 stig og tók tíu fráköst.

Í hinu leik kvöldsins lentu bikarmeistarar Keflavíkur í engum vandræðum með B-deildarliðið en lokatölur urðu 121-61 eftir að Keflavík hafði leitt 58-26 í hálfleik.

Stigaaskorið dreifðist vel hjá Keflavík en stigahæst var Birna Valgerður Benónýsdóttir með 22 stig. Erna Hákonardóttir var funheit fyrir utan þriggja stiga línuna en hún gerði fimm þrista og samtals var hún með 21 stig.

Í liði Fjölnis voru þær Fanney Ragnarsdóttir og Anika Linda Hjálmarsdóttir stigahæstar með ellefu stig. Fanndís María Sverrisdóttir gerði tíu.

Liðin sem eru komin í átta liða úrslitin:

Haukar

Keflavík

Breiðablik

Snæfell

Skallagrímur

Stjarnan

ÍR

Valur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×