Íhuga að vísa deilunni til ríkissáttasemjara Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2018 18:34 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar. Kjaramál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að ef ekki farist að sjá til sólar í kjaradeilunni komi vel til greina að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Þannig væru viðræðurnar komnar í fastmótað ferli en ljóst sé að einungis nokkrir dagar séu þar til samningar renna út. Samninganefndir munu funda á morgun og næstu skref gætu verið ákveðin á miðvikudaginn. Ragnar segir enga uppgjöf felast í því að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Þá er þetta í rauninni að fara á næsta stig í formlegum ferlum sem samningaferlið þarf að fara í gegn, til þess að geta hugsanlega myndað ákveðin þrýsting á stjórnvöld og Samtök atvinnulífsins svo þau fari að taka þetta meira alvarlegra en mér finnst þau vera að gera,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Hann segir það hafa legið lengi fyrir að samningar renni út um áramótin og kröfugerð launþega hafi sömuleiðis legið fyrir í rúma tvo mánuði. „Ef þessu verður vísað til ríkissáttasemjara munum við að sjálfsögðu leggja allt í sölurnar að ná saman þar. Það liggur alveg fyrir. Það er enginn uppgjafartónn í okkur með að vísa þessu þangað. Við ætlum að reyna hvað við getum að leysa málið þar, komi til þess. Við erum að skoða þetta. Þetta er auðvitað ekkert sem ég ræð einn.“ Í samtali við Ríkisútvarpið fyrr í dag sagði Ragnar Þór að hugur væri í fólki varðandi það að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Ragnar segir ljóst að tafir muni kosta félagsmenn gríðarlegar upphæðir ef samningar tefjast. „Ef það er vísvitandi verið að tefja ferlana sem við þurfum að vinna í, þá kostar það okkar félagsmenn gríðarlegar upphæðir í kjarabótum,“ segir Ragnar.
Kjaramál Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Fleiri fréttir Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Sjá meira