Innri og ytri fegurð Úrsúla Jünemann skrifar 18. desember 2018 07:00 Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Hversu miklu máli skiptir útlit fólks í okkar þjóðfélagi? Ég held að það hafi talsverð áhrif á mat okkar hvernig við erum klædd, greidd, klippt og snyrt. Það byrjar þegar á ungum árum. Krakkar eru í hættu að verða lagðir í einelti ef þeir eru „öðruvísi“ í sínum klæðaburði, tolla ekki í tískunni. Nýlega var einum þingmanni mikið hjartans mál að ræða klæðaburð starfsbræðra sína, hvort það væri í lagi að menn kæmu í gallabuxum og án bindis. Sjálfstæðismaðurinn Ásmundur Friðriksson vildi ganga svo langt að álit á störfum Alþingis myndi dala ef menn myndu ekki halda í gamlar hefðir í klæðaburði. Hvað gengur manninum eiginlega til að tala um þetta í pontu þegar frekar þarf að ræða og afgreiða mörg mikilvæg mál? Það er stundum talað um innri og ytri fegurð. Menn sem eru til fara eins og klipptir út úr nýjasta tískublaði geta samt verið ljótir að innan: Spilltir, sjálfselskir, svikulir, lygnir, falskir og undirförulir. Það voru snyrtilega klæddir menn sem sátu að sumbli á bar í vinnutímanum og töluðu illa um samstarfsfólkið sitt. Þeir voru í jakka og með bindi þegar þeir sniðgengu fundarboð, þeir læðast meðfram veggjum og vona að fólkið sé fljótt að gleyma. Þeir taka ekki í mál að axla ábyrgð á eigin gerðum og segja af sér. Þeir stefna jafnvel að því að fara í mál við konu sem var svo hugrökk að segja frá. Ég vil frekar fá menn á þing sem eru án bindis en í bindindi, eru edrú í vinnutímanum og vinna sitt starf í þágu þjóðarinnar án þess að ota sínum tota. Ég vil sjá alþingismenn sem sinna starfinu sínu af alúð og festu, þykir vænt um alla þjóðfélagshópa og sjá til þess að allir fái að njóta sín. Menn sem setja almannahagsmuni ofar sínum eigin hagsmunum eða vildarvina sinna. Svona þingmenn myndu geisla af innri fegurð og væru sennilega vísir til þess að færa álit Alþingis á hærra plan. Þeir mættu mín vegna mæta til starfa klæddir í gamla kartöflupoka.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun