Forystumenn verkalýðs- og stéttarfélaga fá sér gul vesti fyrir átök vetrarins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. desember 2018 19:00 Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum. Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafa báðir fengið sér gul vesti í anda mótmælanna í Frakklandi. Þá voru vestin seld á markaði Sósíalistaflokksins í dag sem haldinn var til styrktar bágstaddra. Flokksmenn segja að nota megi vestin íátökum vetrarins. Í Frakklandi hafa mótmæli sem kennd eru við gul vesti staðið síðan í nóvember. Til að byrja með flykktist fólk út á götur til að mótmæla hækkunum á eldsneytissköttum síðan þá hafa þau snúist um hina ýmsu málaflokka. Miklar óeirðir og ofbeldi hafa brotist út í kringum þau í helstu borgum Frakklands og mörg hundruð manns hafa verið handtekin. Hér á landi hafa gulu vestin einnig verið að ryðja sér til rúms en Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR gagnrýndi stjórnvöld harðlega í færslu á Facebook í gær og sagðist vera búinn að fá sér gult vesti og spurði hvort hann ætti að panta fleiri við góðar undirtektir. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness tók undir með Ragnari og sagðist búinn að fá sér vesti vegna vaxta-og verðtryggingarofbeldis sem íslenskri alþýðu og íslenskum heimilum væri boðið uppá ár eftir á. Spurningin væri svo hvort hann yrði nauðbeygður til að nota það. Þá eru gul vesti áberandi á Facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar stofnanda Sósíalistaflokksins. Vestin voru seld á markaði flokksins í dag sem haldinn er til styrktar bágstöddum, vegna vaxandi eftirspurnar að sögn skipuleggjanda. Pálína Sif Þórarinsdóttir sósíalisti var ein þeirra og sagði að vestin hefðu selst ágætlega. „Fólk er að kalla eftir einkennisklæðnaði til að geta sýnt samstöðu og merkja sig á komandi mótmælum og svoleiðis. Fólk er bara óánægt með kjör sín í samfélaginu og vill merkja sig og sýna þannig samstöðu,“ sagði Pálína. Aðspurð um afhverju fyrirmyndin sé sótt til gulvestunga í Frakklandi þar sem hefur verið mikið ofbeldi segir Pálína að það sé eðlilegt. Frakkar hafi fengið kröfur sínar uppfylltar. Daníel Örn Arnarsson varaborgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurborg fékk sér vesti í dag og sagðist vera að búa sig undir byltingu. „Ég vil vera tilbúinn fyrir möguleg mótmæli eða bara byltingu í þjóðfélaginu,“ sagði Daníel. Reinhold Richter sjálfboðaliði hjá styrktarfélaginu Maístjörnunni sem sá um söluna í dag sagðist vilja vera í gulu vesti til að vera sýnilegur. Það sé mikilvægt hér eins og í Frakklandi. Hann hrósaði jafnframt Ólafi Sigurðssyni sem kallaður hafi verið Ólafur skiltakarl en hann gaf stóran hluta af plötusafni sínu á markaðinn í dag til styrktar bágstöddum.
Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent