Ívar: Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur Skúli Arnarson skrifar 14. desember 2018 21:32 Ívar messar yfir sínum mönnum. vísir/bara Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.” Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Þórsarar frá Þorlákshöfn völtuðu yfir sært lið Hauka í kvöld með 106 stigum gegn 73. Ívar Ásgrímsson þjálfari Hauka var ekki ánægður með það hvernig hans menn spiluðu í kvöld. „Við áttum ekki góðan leik. Við vissum það að ef við ætluðum að vinna í dag þá þyrftum við topp leik frá okkar mestu skorurum. Þeir hittu bara illa í kvöld. Menn voru að reyna að berjast og djöflast og svo smátt og smátt misstu menn trúna og þá varð þetta svona stór sigur." Marques Oliver, bandaríski leikmaður Hauka, hefur ekki leikið með þeim í síðustu tveimur leikjum og sagði Ívar að hann væri að glíma við meiðsli. „Hann er búinn að vera meiddur og var ekki með í kvöld.” Það er ljóst að Hauka vantar stærð inn í teig. Þeir eiga stóran og stæðilegan leikmann í Kristjáni Leif en hann hefur ekki spilað með liðinu síðan gegn Njarðvík fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. „Kristján fékk heilahristing gegn Njarðvík og það eru ekki teknir neinir sénsar með það. Hann hefur því miður ekki náð nægilega mörgum verkjalausum dögum og því miður eru þetta hæg skref.” Lykilmenn Hauka náðu sér ekki á strik í kvöld. „Þetta var fyrsti leikurinn eftir að Hjálmar kom úr meiðslum sem hann á ekki góðan dag, Haukur Óskarsson er að hitta illa og við erum með Kidda í baráttu á móti stórum allan leikinn. Það er alveg ljóst að við þurfum að skoða okkar lið, við þurfum meiri hæð í liðið okkar." „Það er bara gríðarlega erfitt að vera að spila leik eftir leik án leikmanna inni í teig. Þetta er ekki búin að vera góð vika fyrir okkur í sambandi við meiðsli og annað og við erum ekki búnir að koma í einn leik í vetur með fullt lið.” Ívari fannst Þór spila skynsamlega og vel í kvöld. „Þórsararnir voru skynsamir í kvöld. Þeir refsuðu okkur strax í fyrsta leikhluta með því að fara mikið inn í teiginn og gerðu bara mjög vel. Þegar við fórum að reyna að loka á þá inn í teig þá fóru þeir að hitta úr þristunum og þetta varð alltaf erfiðara og erfiðara fyrir okkur.” Aðspurður hvernig Ívar ætlaði sér að sigra leikinn í dag sagði hann að það hefði verið erfitt að leggja upp leikinn í dag. „Við vissum að við yrðum í smá vandræðum inn í teignum ef þeir myndu notfæra sér það og við vissum að þeir eru með góðar skyttur. Við vorum í smá erfiðleikum með að leggja þennan leik upp.” Að lokum fullyrti Ívar að Marques Oliver komi ekki til með að spila fleiri leiki fyrir Hauka. „Það er ljóst að Marques Oliver spilar ekki fleiri leiki með okkur.”
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Enski boltinn Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Handbolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira