Shakira ákærð fyrir skattsvik Andri Eysteinsson skrifar 14. desember 2018 18:24 Shakira, hér við útgáfu plötunnar El Dorado, hefur verið ákærð fyrir skattsvik. Getty/Miquel Benittez Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári. Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Kólumbíska söngkonan Shakira hefur verið kærð fyrir skattsvik á Spáni. Skattyfirvöld í landinu segja söngkonuna skulda 14 og hálfa milljónir evra sem jafngildir tveimur milljörðum íslenskra króna. The Guardian greinir frá. Meint brot söngkonunnar snýr að lögheimilisskráningu hennar, frá árinu 2015 hefur hún verið skráð til heimilis í Barcelona þar sem eiginmaður hennar Gerard Pique leikur knattspyrnu. Áður var Shakira skráð til heimilis á Bahamaeyjum í Karíbahafi.Búseta skráð á Bahamaeyjum Skattyfirvöld telja að þrátt fyrir skráningu Shakiru á Bahamaeyjum hafi hún á árunum 2012 til 2014 í raun verið búsett í Barcelona. Í spænskri skattalöggjöf segir að sá sem sé búsettur í landinu í yfir sex mánuði á ári sé skyldugur til að greiða skatta. Yfirvöld segja að mál Shakiru falli undir þetta lagaákvæði og hafa því ákært hana fyrir skattsvik. Söngkonan hafi verið búsett í Barcelona og eingöngu ferðast annað í styttri vinnuferðum.Ellefu mánuðir eru frá því að að yfirvöld settu af stað rannsókn á skattamálum söngkonunnar. Shakira var meðal þeirra sem birtust í Panamaskjölunum frægu á síðasta ári.Talsmaður söngkonunnar sagði á þeim tíma að Shakira hafi búið víða um heim á ferlinum og alls staðar framfylgt lögum fram til hins ýtrasta.Verði Shakira sakfelld fyrir skattsvik má hún eiga von á tveggja ára skilorðsbundnum dómKnattspyrnumenn og kóngafólk ákært á síðustu árum Á undanförnum árum hefur mikið borið á skattamálum ríka og fræga fólksins þar í landi. Knattspyrnumenn á borð við Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar hafa allri háð baráttu við spænsk skattyfirvöld. Það hafa þó ekki eingöngu verið knattspyrnumenn en árið 2017 var fjárfestirinn Inaki Urdangarin dæmdur til sex og hálfs árs fangelsisvistar. Urdangarin er giftur Kristínu Spánarprinsessu, og er því mágur Filippusar VI. Spánarkonungs. Kristína var sjálf ákærð vegna fjármála eiginmannsins en var sýknuð í febrúar á síðasta ári.
Mest lesið 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira