Ekkert samfélag þolir þá aðsókn ferðamanna sem hefur verið að Íslandi mörg ár í röð Jóhann K. Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 19:00 Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála hefur ekki áhyggjur af hruni í ferðaþjónustu þó hægst hafi á vexti. Hann vonar að vöxtur næstu ára verði í takt við það sem innviðir landins og samfélagið ráða við. Fyrsti áfangi um álagsmat umhverfis, innviða og samfélags gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi var kynnt í dag. Tilgangur verkefnisins er að leggja mat á álag á innviði, umhverfi og samfélag gagnvart fjölda ferðamanna á Íslandi byggt á fyrirliggjandi gögnum en skýrslan sem var kynnt í dag er niðurstaða fyrri áfanga verkefnisins þar sem um er að ræða uppsetningu á álagsvísum sem munu þróast samhliða aukinni þekkingu og rannsóknum.Enn aukning þrátt fyrir að hún sé ekki eins hröð Verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að verkefninu, segir að þegar vinnu við álagsmatið verði lokið nýtist það við að gera áætlanir til dæmis vegna ásóknar ferðamanna á einstaka ferðamannastaði og til þess að undirbúa greinina fyrir óvæntar aðstæður.Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá EfluVísir/Stöð 2„Það er þá hluti af því að við setjum okkur ákveðnar forsendur um það hver vöxturinn verður inn í framtíðina byggt á þessu módeli. Þannig að allt frá því að horfa á fækkun í stéttinni yfir í að horfa á þessa miklu aukningu sem hefur verið á síðustu árum og að hún verði áframhaldandi, að það er þá hluti af þeirri sviðsmyndagerð og þeirri skoðun sem að fer fram núna í þessum seinni áfanga verkefnisins,“ segir Ólafur Árnason, verkefnastjóri hjá Eflu sem kemur að gert álagsmatsins. Álagsvísarnir fjórir sem skoðaðir eru, eru Efnahagslegt jafnvægi, annars vegar á innviði og fjárfestingar og hins vegar á þjóðhagslega stærð en jafnframt eru skoðuð áhrif á umhverfið sem og á samfélagið. Í seinni áfanga verkefnisins sem hófst í október verða álagvísarnir gildissettir þar sem metið verður hvort þolmörkum hafi verið náð. Met fjöldi ferðamanna kom til landsins á síðasta ári og var stærsti dagurinn í ágústmánuði, þegar níutíu þúsund manns voru á landinu á einum degi. Aðsóknin til landsins í ár gefur til kynna að enn eitt metið í komu ferðamanna til landsins verði slegið.Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamálaVísir/Stöð 2Ekkert samfélag þolir þennan vöxt mörg ár í röð „Ég held að það verði aukning í ferðamönnum til Íslands um ókomin ár og ekki bara til Íslands, það er bara almenn aukning á ferðamönnum í heiminum,“ sagði Óskar Jósefsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, sem hefur umsjón með gerð álagsmatsins. Óskar segir að þrátt fyrir að vöxturinn sé ekki jafn hraður og áður verði áfram vöxtur í greininni og að vonandi verði hann í takt við það sem innviðir landsins ráði við. „Fréttamenn spyrja mig mjög mikið að því hvort að alls sé ekki að fara til fjandans að því að vöxturinn hefur minnkað úr 40 prósentum niður í tuttugu eða tíu prósent. Það var alveg nauðsynlegt, það hefði allt farið til fjandans ef hann hefði ekki minnkað. Það er ekkert samfélag sem þolir vaxtaprósentu í tveggja stafa tölu mörg ár í röð, það er bara ekki til í heiminum,“ sagði Óskar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira