Ganga hvorki erinda fíknar né kannabiskapítalista Sigurður Mikael Jónsson skrifar 14. desember 2018 08:30 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Vísir/Vilhelm Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Í umsögn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við þingsályktunartillögu Pírata um notkun og ræktun lyfjahamps segir að áróður fyrir lögleiðingu kannabisefna sé borinn uppi af þeim sem hyggist græða á sölunni og kannabisfíklum. Halldóra Mogensen sver allt slíkt tal af sér. „Ég legg þessa þingsályktunartillögu fram fyrst og fremst út af því að ég verð vör við að það er fólk í samfélaginu sem er að kalla eftir þessu, sem er að nýta sér þetta og er að gera það ólöglega,“ segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og einn flutningsmanna tillögunnar um að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa og leggja fram frumvarp til laga sem heimili notkun og framleiðslu lyfjahamps, sem líklega er betur þekktur sem kannabis. Þegar hafa borist nokkrar umsagnir við tillöguna sem nú er í velferðarnefnd sem Halldóra veitir formennsku. Umsagnir Krabbameinsfélags Íslands, Lyfjafræðingafélags Íslands, lækna og fleiri hafa almennt verið neikvæðar. Í það minnsta er varað við að tillagan verði samþykkt í núverandi mynd. Fáir ganga þó lengra í fordæmingu sinni á hugmyndinni um kannabis í læknisfræðilegum tilgangi en Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri lækninga, og Kristján Linnet lyfjafræðingur í nokkuð harðorðri umsögn sem þeir skrifa fyrir hönd Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar segir meðal annars: „Nú fer um heiminn bylgja áróðurs fyrir lögleiðingu kannabis sem löglegs fíkniefnis sem borin er uppi af hagsmunaaðilum sem hyggjast græða á sölu þess og að einhverju leyti af fólki sem haldið er tetrahýdrókannabínol-fíkn. Það er gjarna gert undir því yfirskini að um gagnlegt lyf sé að ræða.“ Enn fremur að það að leyfa ræktun og notkun svokallaðs „lyfjahamps“ sé „augljóslega fyrst og fremst sett fram í þeim tilgangi að leyfa sölu ávanabindandi vímuefnis. Heilsugæslan varar við afleiðingunum af því, versnandi lýðheilsu og miklum kostnaðarauka fyrir heilbrigðiskerfið.“ Halldóra vísar því á bug að ganga erinda kannabiskapítalista sem ætli sér að hagnast á sölunni. „Ég er aðallega að hugsa um veikt fólk sem vill geta nýtt sér þetta lyf og er að ganga út frá þeim mikla fjölda rannsókna sem er til staðar og hvernig hvert landið á fætur öðru er farið að lögleiða þetta til lækninga. Það er eina ástæðan fyrir því að ég legg þetta fram. Mér er ekkert hugað um hvernig bissnessinn verður, enda legg ég útfærsluna algjörlega í hendur heilbrigðisráðherra,“ segir Halldóra.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57 Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45 Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Vill skapa umræðu um kannabis í lækningaskyni Píratinn Halldóra Mogensen segir ætlun þingsályktunartillögu hennar er snýr að lögleiðingu lyfjahamps, þ.e. kannabis í lækningaskyni, sé að skapa umræður í samfélaginu um málaflokkinn. Hún segir enn fremur að að full lögleiðing kannabis sé óhjákvæmileg þróun. 24. nóvember 2018 16:57
Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp. 24. október 2018 18:45
Lögleiðing kannabis til umræðu víða um heim Fjöldi annarra ríkja gæti fylgt Kanada eftir í náinni framtíð en á undanförnum árum hefur víða verið slakað á lögum varðandi kannabis. 18. október 2018 11:14