Kristinn hneykslaður á "ótrúlegri sérhagsmunagæslu“ og segir skýrslu ekki pappírsins virði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. desember 2018 18:21 Leið Þ-H færi um Teigsskóg. Leið R færi um Stað og Reykhóla. Grafík/Hlynur Magnússon. Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“ Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi Alþingismaður og ritstjóri Bæjarins besta á Ísafirði, segir nýja skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan um Vestfjarðaleið ekki pappírsins virði. Áhrifin sem skýrslan gæti haft séu til hins verra og gætu komið í veg fyrir að ljúka verkefni sem komið sé á lokastig eftir tveggja áratuga vinnu. Um sé að ræða sérhagsmunagæslu fólksins í Reykhólahreppi. Nýja skýrslan var unnin fyrir Reykhólahrepp þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að hagkvæmasta leiðin fyrir Vestfjarðaleið sé í gegnum hreppinn (R-leið) en ekki Teigsskóg (ÞH-leið) eins og Vegagerðin hefur lagt til. Vegagerðin telur að R-leiðin, sem Vegagerðin nefnir A3 leið, sé allt að fjórum milljörðum krónum dýrari en sú sem Viaplan leggur til. Stærsta ágreiningsatriðið er þrettán kílómetra langur sex metra breiður Reykhólasveitarvegur sem í dag er hlykkjóttur og hæðóttur. Viaplan kemst að þeirri niðurstöðu að hægt sé að laga þann veg hvenær sem er. Ekki er talið forsvaranlegt að láta R-leiðina vera háða uppfærslu á Reykhólasveitarvegi.Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður.Umferð mun aukast til muna „Reykhólasveitarvegur frá gatnamótum Reykhóla að Vestfjarðavegi er til staðar í dag og er fullkomlega ásættanlegur miðað við áætlað umferðarmagn og miðað við stöðuna á Vestfjarðavegi í Gufudal og Djúpadal í dag.“ Hvaða leið sem að lokum verður valin mun vegurinn frá Reykjavík til Ísafjarðar styttast. Gerir Vegagerðin ráð fyrir því að umferð um Reykhólasveita mun þrefaldast úr 100 bílum á dag í um 350 bíla á dag. Allir þungaflutningar um sunnanverða Vestfirði muni færast þangað. Uppbygging á veginum mun kosta einn og hálfan milljarð króna að mati Vegagerðarinnar sem stendur fast á sínu að vegur um Teigsskóg (ÞH-leið) sé besta niðurstaðan.Kristinn er afdráttarlaus í pistli sínum á Bæjarins besta og hnýtur um ýmis atriði í skýrslunni. Til dæmis samanburð á R-leið og ÞH-leið hvað varðar umhverfisþætti og vísar í blaðsíðu 15 í skýrslunni. „Helsti munurinn á Reykhólaleið R og Teigsskógsleið ÞH felst m.a. í því að vægi áhrifa leiðar ÞH er verulega neikvætt á fornleifar, birkigróður, landslag, landslagsheildir og Náttúruminjaskrá. Vægi leiðar R er hins vegar talið verulega jákvætt fyrir gistingu og veitingaþjónustu, aðra þjónustu og hátíðir og viðburði.“Ekið niður Ódrjúgsháls í Gufudalssveit. Vegagerðin vill í staðinn að Vestfjarðavegur liggi um Teigsskóg.Vísir/Egill AðalsteinssonSegir skýrsluna alls ekki óháða Bendir Kristinn á að aðeins séu taldir til neikvæðir þættir varðandi Teigsskógarleiðina (ÞH) og jákvæða þætti varðandi R-leið sem snúi ekki einu sinni að umhverfisþáttum heldur samfélagslegum. Um er að ræða aðra skýrslu sem unnin er fyrir Reykhólahrepp á árinu. Í báðum tilfellum hefur niðurstaðan verið sú að leiðin um Reykhólahrepp væri ákjósanlegur kostur. Vegagerðin hefur í bæði skiptin staðið föst á leiðinni um Teigsskóg. „Í ljósi þess að nokkrir áróðursmenn í Reykhólahreppi hafa leynt og ljóst ráðist að Vegagerðinni og sakað hana, að ósekju, um hlutdrægni og óvönduð vinnubrögð af því að þeir voru ósammála tillögu Vegagerðarinnar, þá er líklegt að svona efnistök falli i kramið hjá þeim sem réðu skýrsluhöfundinn „óháða“ til starfa,“ segir Kristinn. Hann lýkur máli sínu á þeim nótum að af mörgum skýrslum sem unnar hafi verið um vegagerð um Gufudalasveit síðustu nærri 20 ár sé þessi örugglega sú lakasta. „Hún er á engan hátt óháð og er satt að segja ekki pappírsins virði. Þau áhrif sem skýrslan gæti haft eru bara til hins verra, að koma í veg fyrir að ljúka máli sem er komið á lokastig eftir 20 ára harðsótta göngu, að mylja undir sundrungu og ótrúlega sérhagsmunagæslu fáeinna aðila í sveitarfélaginu. Það verður bara að segja hverja sögu eins og hún er.“
Fornminjar Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49 Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52 Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Vegagerðinni ekki haggað hvað veg um Teigsskóg varðar Að mati Vegagerðarinnar er leið Þ-H um Teigsskóg á Vestfjarðaleið sá kostur sem helst kemur til greina við uppbyggingu stofnvegakerfis um sunnanverða Vestfirði 13. desember 2018 09:49
Ný skýrsla blæs á fjögurra milljarða króna mun á leiðum Brú yfir mynni Þorksafjarðar, svokölluð R-leið, er vænlegasta leiðin fyrir Vestfjarðarveg samkvæmt niðurstöðu skýrslu verkfræðistofunnar Viaplan. 12. desember 2018 15:52
Brú yfir mynni Þorskafjarðar sögð vænlegri en vegur um Teigsskóg Deilurnar um Teigsskóg flæktust enn í dag þegar Reykhólahreppur kynnti nýja valkostagreiningu, með þeirri niðurstöðu að brú þvert yfir mynni Þorskafjarðar sé vænlegasti kosturinn. 12. desember 2018 22:00