Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 92-99 │40 stig frá Kanervo í Stjörnusigri Smári Jökull Jónsson skrifar 13. desember 2018 22:00 Sigtryggur Arnar Björnsson vísir/bára Stjörnumenn unnu sætan sigur á Grindvíkingum í Mustad-höllinni í kvöld. Lokatölur 99-92 eftir að liðin hefðu skipst á að hafa forystuna megnið af leiknum. Leikurinn var í járnum til að byrja með og liðin með forystuna á víxl. Grindavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann en Stjarnan náði yfirhöndinni undir lok fjórða leikhluta og hafði átta stiga forskot í hálfleik, 52-44. Antti Kanervo var gjörsamlega frábær í hálfleiknum og skoraði 25 stig. Hann fékk ótrúlega mörg opin skot og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var mjög ósáttur með vörn sinna manna gegn honum. Kanervo virtist varla getað klikkað og Stjörnumenn gerðu vel í að opna fyrir hann. Í þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar góðu áhlaupi og fengu áhorfendur með sér. Þeir skoruðu mikið og leiddu 75-71 fyrir baráttuna í lokin. Þar voru það Stjörnumenn sem voru sterkari. Vörnin þeirra steig upp og Grindvíkingar áttu erfitt með að skora. Kanervo, sem skoraði ekki nema þrjú stig í þriðja leikhluta, skoraði 9 stig í röð á tímabili og kom Garðbæingum í forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Lokatölur urðu 99-92 og Stjörnumenn fögnuðu sætum sigri. Antti Kanervo endaði með 40 stig hjá Stjörnunni og var að sjálfsögðu stigahæstur hjá þeim. Paul Anthony Jones skoraði 20 stig og Ægir Þór Steinarsson skilaði 18 stigum og 12 stoðsendingum. Hjá Grindavík skoraði Tiegbe Bamba 24 stig þrátt fyrir að vera að glíma við veikindi. Lewis Clinch skoraði 18 stig en hann skoraði ekki neitt í fjórða leikhlutanum og munaði um minna. Með sigrinum er Stjarnan komin með 12 stig í Dominos-deildinni en Grindavík er áfram með 8 stig.Af hverju vann Stjarnan?Antti Kanervo var stórkostlegur í dag og hitti frábærlega. Hann dró vagninn hjá Stjörnunni sem spilaði vel sóknarlega. Grindvíkingar áttu í erfiðleikum í lokafjórðungnum og þá sérstaklega í sókninni og vörnin var ekki nógu öflug í heildina. Í fjórða leikhluta náði Stjarnan betri varnarleik lengst af og það skipti sköpum.Þessir stóðu upp úr:Antti Kanervo stóð upp úr, svo einfalt er það. Hann var bestur á vellinum í kvöld og hitti ofboðslega vel lengst af. Grindvíkingum gekk illa að loka á hann í dag og félagar Kanervo opnuðu vel á hann í sókninni. Tiegbe Bamba er orðinn algjör lykilmaður hjá Grindavík og var öflugur í kvöld þrátt fyrir að hafa verið með magakveisu í gær og í dag. Hann setti 24 stig og skilaði 30 framlagspunktum. Sigtryggur Arnar var ágætur í kvöld og Lewis Clinch öflugur fyrstu þrjá leikhlutana.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var fremur slakur. Grindavík skoraði til dæmis 31 stig í þriðja leikhluta en gekk að sama skapi afskaplega illa að hemja Kanervo oftast nær sem fékk mörg opin skot. Þeir brutu einnig oft klaufalega á Finnanum sem fékk í nokkur skipti þrjú tækifæri á vítalínunni. Lewis Clinch skoraði flottar körfur í dag en enga í lokaleikhlutanum. Þeir þurfa að geta leitað til hans þegar mest á reynir en það gekk ekki í dag.Hvað gerist næst?Grindavík mætir Njarðvík B í bikarnum á laugardaginn og svo ÍR í deildinni í næstu viku. Þeir vilja auðvitað ná sér í stig í Breiðholtinu sem myndi gera mikið fyrir þá áður en haldið er í jólafrí. Stjarnan á leik gegn Haukum í deildinni á miðvikudag en áður en kemur að þeim leik mæta þeir Hamarsmönnum í Hveragerði í Geysibikarnum. Jóhann Þór: Þetta var ekki alslæmtJóhann gefur sínum mönnum góð ráð.visir/bára„Þetta var hörkuleikur. Ég held að hvorugt liðið sé ánægt með varnarleikinn hjá sér, sjálfsagt gaman á að horfa og allt það. Stjörnumenn gerðu vel í restina að sækja á okkar veiku punkta í vörnina og fá hrós fyrir það,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er búið að vera erfið vika án þess að ég sé að afsaka mig, 5-6 stráka síðan á laugardag í ælupest. Þetta var ekkert alslæmt.“ Antti Kanervo skoraði 25 stig í fyrri hálfleik í dag og 40 stig í heildina. Jóhann Þór var ekki ánægður með varnarleik sinna manna gegn honum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Hann fékk 20 stig í fyrri hálfleik ókeypis. Þetta er auðvitað svaka leikmaður, hann setti 40 stig og einhver 20 í grillið á okkur. Við hefðum klárlega getað gert betur á einhverju augnablikum gegn okkur.“ Framundan hjá Grindavík er bikarleikur gegn Njarðvík B og svo lokaleikur fyrir jólafrí gegn ÍR í Breiðholtinu. „Við ætluðum okkur að taka alla leikina sem voru eftir. En það er bara „on to the next one“ eins og sagt er, það er ekkert annað í boði. Vonandi skemmtilegur leikur á laugardaginn, svo Seljaskóli og jólafrí,“ sagði Jóhann að lokum. Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svarArnar á hliðarlínunnivísir/báraArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í Grindavík en var ekki ánægður með varnarleik sinna manna. „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. Hinn finnski Antti Kanervo var frábær í dag og skoraði 40 stig, þar af 25 stig í fyrri hálfleik. „Hann var góður í dag og liðið að gera vel fyrir hann. Hann var ekkert bara opinn „af því bara“. Hrós á allt liðið fyrir að hann fái þetta mikið af góðum skotum.“ Grindavík náði forystu fyrir lokafjórðunginn eftir frábæran þriðja leikhluta. Varnarleikur Stjörnunnar lagaðist hins vegar töluvert undir lokin og það gerði gæfumuninn. „Þeir skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta sem er alveg galið. Okkur fannst alveg nóg að þeir hefðu sett 40 stig í fyrri hálfleik og hvað þá bæta við þessu í þriðja. Varnarleikurinn hélt aðeins betur í síðasta leikhlutanum en var heilt yfir ekki góður.“ „Það er ennþá mikið eftir af mótinu. Við erum bara að safna sigrum og bæta okkur leik fyrir leik. Ég veit ekki einu sinni hvernig taflan lítur út, ég skoða það þegar 4-5 umferðir eru eftir.“ Blaðamanni lá forvitni á að vita hvað Arnari fyndist um kæruna sem hann hefur fengið frá KKÍ fyrir atvikið í leiknum gegn KR þegar hann hljóp inn á völlinn til að mótmæla dómi. „Ég tjái mig ekki um dómgæslu við fjölmiðla.“Sérðu eftir þessu? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta atvik, alveg eins og ég sagði síðast. Þið getið prófað að spyrja mig í næstu viku en þið fáið sama svar. Þið getið haldið þessu út leiktíðina,“ sagði Arnar að lokum við Vísi. Kanervo: Fór til Finnlands til að ná skotinu mínu afturÆgir Þór Steinarsson átti fínan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/bára„Þetta var fínn útisigur, við höfum átt í smá vandræðum á útivelli. Við þurfum öll stig sem við getum náð í og Grindavík hefur verið að spila vel. Þetta var góður sigur hjá okkur,“ sagði Finninn magnaði Antti Kanervo þegar Vísir hitti hann eftir leikinn í Mustad-höllinni í kvöld. „Við áttum fínan fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega en náðum ekki að stoppa þá. Í lokafjórðungnum náðum við að stoppa þá þegar þess þurfti og það skilaði fínum sigri.“ Kanervo var óstöðvandi löngum köflum, skotin hans rötuðu rétta leið hvert á fætur öðru en hann hafði skýringu á reiðum höndum. „Ég hef verið í vandræðum með skotið í fyrstu umferðunum. Sem betur fer kom smá hlé og ég fór til Finnlands til að ná skotinu mínu aftur, ég hafði gleymt því þar,“ sagði hinn finnski að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12
Stjörnumenn unnu sætan sigur á Grindvíkingum í Mustad-höllinni í kvöld. Lokatölur 99-92 eftir að liðin hefðu skipst á að hafa forystuna megnið af leiknum. Leikurinn var í járnum til að byrja með og liðin með forystuna á víxl. Grindavík leiddi með einu stigi eftir fyrsta leikhlutann en Stjarnan náði yfirhöndinni undir lok fjórða leikhluta og hafði átta stiga forskot í hálfleik, 52-44. Antti Kanervo var gjörsamlega frábær í hálfleiknum og skoraði 25 stig. Hann fékk ótrúlega mörg opin skot og Jóhann Þór þjálfari Grindavíkur var mjög ósáttur með vörn sinna manna gegn honum. Kanervo virtist varla getað klikkað og Stjörnumenn gerðu vel í að opna fyrir hann. Í þriðja leikhluta náðu Grindvíkingar góðu áhlaupi og fengu áhorfendur með sér. Þeir skoruðu mikið og leiddu 75-71 fyrir baráttuna í lokin. Þar voru það Stjörnumenn sem voru sterkari. Vörnin þeirra steig upp og Grindvíkingar áttu erfitt með að skora. Kanervo, sem skoraði ekki nema þrjú stig í þriðja leikhluta, skoraði 9 stig í röð á tímabili og kom Garðbæingum í forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Lokatölur urðu 99-92 og Stjörnumenn fögnuðu sætum sigri. Antti Kanervo endaði með 40 stig hjá Stjörnunni og var að sjálfsögðu stigahæstur hjá þeim. Paul Anthony Jones skoraði 20 stig og Ægir Þór Steinarsson skilaði 18 stigum og 12 stoðsendingum. Hjá Grindavík skoraði Tiegbe Bamba 24 stig þrátt fyrir að vera að glíma við veikindi. Lewis Clinch skoraði 18 stig en hann skoraði ekki neitt í fjórða leikhlutanum og munaði um minna. Með sigrinum er Stjarnan komin með 12 stig í Dominos-deildinni en Grindavík er áfram með 8 stig.Af hverju vann Stjarnan?Antti Kanervo var stórkostlegur í dag og hitti frábærlega. Hann dró vagninn hjá Stjörnunni sem spilaði vel sóknarlega. Grindvíkingar áttu í erfiðleikum í lokafjórðungnum og þá sérstaklega í sókninni og vörnin var ekki nógu öflug í heildina. Í fjórða leikhluta náði Stjarnan betri varnarleik lengst af og það skipti sköpum.Þessir stóðu upp úr:Antti Kanervo stóð upp úr, svo einfalt er það. Hann var bestur á vellinum í kvöld og hitti ofboðslega vel lengst af. Grindvíkingum gekk illa að loka á hann í dag og félagar Kanervo opnuðu vel á hann í sókninni. Tiegbe Bamba er orðinn algjör lykilmaður hjá Grindavík og var öflugur í kvöld þrátt fyrir að hafa verið með magakveisu í gær og í dag. Hann setti 24 stig og skilaði 30 framlagspunktum. Sigtryggur Arnar var ágætur í kvöld og Lewis Clinch öflugur fyrstu þrjá leikhlutana.Hvað gekk illa?Varnarleikur beggja liða var fremur slakur. Grindavík skoraði til dæmis 31 stig í þriðja leikhluta en gekk að sama skapi afskaplega illa að hemja Kanervo oftast nær sem fékk mörg opin skot. Þeir brutu einnig oft klaufalega á Finnanum sem fékk í nokkur skipti þrjú tækifæri á vítalínunni. Lewis Clinch skoraði flottar körfur í dag en enga í lokaleikhlutanum. Þeir þurfa að geta leitað til hans þegar mest á reynir en það gekk ekki í dag.Hvað gerist næst?Grindavík mætir Njarðvík B í bikarnum á laugardaginn og svo ÍR í deildinni í næstu viku. Þeir vilja auðvitað ná sér í stig í Breiðholtinu sem myndi gera mikið fyrir þá áður en haldið er í jólafrí. Stjarnan á leik gegn Haukum í deildinni á miðvikudag en áður en kemur að þeim leik mæta þeir Hamarsmönnum í Hveragerði í Geysibikarnum. Jóhann Þór: Þetta var ekki alslæmtJóhann gefur sínum mönnum góð ráð.visir/bára„Þetta var hörkuleikur. Ég held að hvorugt liðið sé ánægt með varnarleikinn hjá sér, sjálfsagt gaman á að horfa og allt það. Stjörnumenn gerðu vel í restina að sækja á okkar veiku punkta í vörnina og fá hrós fyrir það,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur eftir tapið gegn Stjörnunni í kvöld. „Þetta er búið að vera erfið vika án þess að ég sé að afsaka mig, 5-6 stráka síðan á laugardag í ælupest. Þetta var ekkert alslæmt.“ Antti Kanervo skoraði 25 stig í fyrri hálfleik í dag og 40 stig í heildina. Jóhann Þór var ekki ánægður með varnarleik sinna manna gegn honum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. „Hann fékk 20 stig í fyrri hálfleik ókeypis. Þetta er auðvitað svaka leikmaður, hann setti 40 stig og einhver 20 í grillið á okkur. Við hefðum klárlega getað gert betur á einhverju augnablikum gegn okkur.“ Framundan hjá Grindavík er bikarleikur gegn Njarðvík B og svo lokaleikur fyrir jólafrí gegn ÍR í Breiðholtinu. „Við ætluðum okkur að taka alla leikina sem voru eftir. En það er bara „on to the next one“ eins og sagt er, það er ekkert annað í boði. Vonandi skemmtilegur leikur á laugardaginn, svo Seljaskóli og jólafrí,“ sagði Jóhann að lokum. Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svarArnar á hliðarlínunnivísir/báraArnar Guðjónsson þjálfari Stjörnunnar var sáttur með sigurinn í Grindavík en var ekki ánægður með varnarleik sinna manna. „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. Hinn finnski Antti Kanervo var frábær í dag og skoraði 40 stig, þar af 25 stig í fyrri hálfleik. „Hann var góður í dag og liðið að gera vel fyrir hann. Hann var ekkert bara opinn „af því bara“. Hrós á allt liðið fyrir að hann fái þetta mikið af góðum skotum.“ Grindavík náði forystu fyrir lokafjórðunginn eftir frábæran þriðja leikhluta. Varnarleikur Stjörnunnar lagaðist hins vegar töluvert undir lokin og það gerði gæfumuninn. „Þeir skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta sem er alveg galið. Okkur fannst alveg nóg að þeir hefðu sett 40 stig í fyrri hálfleik og hvað þá bæta við þessu í þriðja. Varnarleikurinn hélt aðeins betur í síðasta leikhlutanum en var heilt yfir ekki góður.“ „Það er ennþá mikið eftir af mótinu. Við erum bara að safna sigrum og bæta okkur leik fyrir leik. Ég veit ekki einu sinni hvernig taflan lítur út, ég skoða það þegar 4-5 umferðir eru eftir.“ Blaðamanni lá forvitni á að vita hvað Arnari fyndist um kæruna sem hann hefur fengið frá KKÍ fyrir atvikið í leiknum gegn KR þegar hann hljóp inn á völlinn til að mótmæla dómi. „Ég tjái mig ekki um dómgæslu við fjölmiðla.“Sérðu eftir þessu? „Ég ætla ekki að tjá mig um þetta atvik, alveg eins og ég sagði síðast. Þið getið prófað að spyrja mig í næstu viku en þið fáið sama svar. Þið getið haldið þessu út leiktíðina,“ sagði Arnar að lokum við Vísi. Kanervo: Fór til Finnlands til að ná skotinu mínu afturÆgir Þór Steinarsson átti fínan leik fyrir Stjörnuna í kvöld.vísir/bára„Þetta var fínn útisigur, við höfum átt í smá vandræðum á útivelli. Við þurfum öll stig sem við getum náð í og Grindavík hefur verið að spila vel. Þetta var góður sigur hjá okkur,“ sagði Finninn magnaði Antti Kanervo þegar Vísir hitti hann eftir leikinn í Mustad-höllinni í kvöld. „Við áttum fínan fyrri hálfleik, sérstaklega sóknarlega en náðum ekki að stoppa þá. Í lokafjórðungnum náðum við að stoppa þá þegar þess þurfti og það skilaði fínum sigri.“ Kanervo var óstöðvandi löngum köflum, skotin hans rötuðu rétta leið hvert á fætur öðru en hann hafði skýringu á reiðum höndum. „Ég hef verið í vandræðum með skotið í fyrstu umferðunum. Sem betur fer kom smá hlé og ég fór til Finnlands til að ná skotinu mínu aftur, ég hafði gleymt því þar,“ sagði hinn finnski að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12
Arnar: Þið getið prófað að spyrja í næstu viku en fáið sama svar „Ég er mjög ánægður að við höfum náð að klára þetta, Grindavík er með hrikalega gott lið. Nýju leikmennirnir þeirra smellapassa inn í þetta. Við réðum illa við þá, þeir skoruðu að vild og guði sé lof skoruðum við vel í dag. Þess vegna slapp þetta til,“ sagði Arnar við Vísi eftir leikinn í dag. 13. desember 2018 21:12
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti