Útgefandi götublaðs viðurkennir þagnarkaup til að verja Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2018 10:30 Útgefandi götublaðsins National Enquirer keypti réttinn á að birta ásakanir Playboy-fyrirsætu um kynferðislegt samband við Trump. Blaðið ætlaði sér hins vegar aldrei að birta þær heldur að hlífa framboði Trump við skaðlegri umfjöllun. Vísir/Getty Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Bandarískir saksóknarar greindu frá því að útgefandi götublaða sem er náinn bandamaður Donalds Trump forseta hefði gengist við því að hafa greitt Playboy-fyrirsætu fyrir að þegja um kynferðislegt samband þeirra. Það hefði hann gert til þess að verja forsetaframboð Trump. American Media Incorporated er móðurfélag götublaðsins National Enquirer. Útgefandi þess er David J. Pecker sem hefur verið vinur og stuðningsmaður forsetans til fjölda ára. Pecker hefur játað að hafa keypt sögu Karen McDougal, Playboy-fyrirsætunnar, til að tryggja að hún „birti ekki skaðlegar ásakanir um frambjóðandann“. Blaðið birti aldrei frétt um ásakanir hennar þrátt fyrir að hafa greitt 150.000 dollara fyrir útgáfuréttinn á þeim. Fréttirnar um samvinnu Pecker við saksóknara í New York bárust á sama tíma og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, var dæmdur í þriggja ára fangelsi í New York. Cohen hefur bendlað Trump sjálfan við brot á kosningalögum. Játaði hann sig sekan um brot á kosningalögum, skattsvik og að hafa logið að þingnefnd um viðskipti í Rússlandi. Lögmaðurinn segir Trump hafa gefið skipanir um ólöglegar greiðslur til að þagga niður í Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Greiðslurnar hefðu verið tilraun til að hylma yfir „sóðalegar gjörðir“ forsetans. Bar hann því við að hann hefði verið blindaður af tryggð við Trump.David J. Pecker, útgefandi National Enquirer og vinur Trump forseta. Blaðið er sagt hafa stunda það lengi að kaupa útgáfurétt á frásögnum fólks til þess að hjálpa vildarvinum Pecker.Vísir/GettyVinna með saksóknurunum Cohen er sagður hafa ætlað að endurgreiða AMI fyrir greiðsluna til McDougal. Greiðslan var sögð vegna „ráðgjafarþjónustu“. Pecker samþykki greiðsluna í fyrstu en er síðar sagður hafa sagt Cohen að hætta við og eyða öllum skjölum um hana. AMI kom einnig nálægt því þegar þögn Clifford keypt. Pecker lét Cohen vita af því að Clifford reyndi að selja sögu sína götublöðunum. Saksóknararnir tilkynntu í gær að þeir hefðu náð sátt við AMI um að það veitti rannsókninni samvinnu gegn því að sleppa við ákæru. Fyrirtækið þurfti jafnframt að fallast á að kenna starfsmönnum sínum kosningalög og að ráða lögfræðing til að fara yfir samninga sem gætu tengst því að greiða fyrir fréttir um stjórnmálaframbjóðendur, að því er segir í frétt New York Times. Rannsóknin á Cohen er í höndum ríkissaksóknara í New York. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir rannsókninni á meintu samráði framboðs Trump við Rússa, vísaði málinu þangað fyrr á þessu ári. Þrátt fyrir að upplýsingarnar frá AMI veiti frekari vísbendingar um að Trump hafi sjálfur brotið lög er talið ólíklegt að forsetinn verði ákærður vegna þess. Dómsmálaráðuneytið hefur talið að ekki sé hægt að ákæra forseta á meðan hann er í embætti.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05 Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15 Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Sjá meira
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Laug um samskipti við Hvíta húsið og starfsmann með Rússatengsl Saksóknarar birtu minnisblöð sem varpa frekara ljósi á upplýsingar sem þeir hafa um fyrrverandi kosningastjóra og lögmann Trump Bandaríkjaforseta. 8. desember 2018 12:05
Telur að gerð verði uppreisn verði hann kærður fyrir embættisbrot "Það er erfitt að kæra einhvern fyrir embættisbrot sem hefur ekki gert neitt rangt af sér og hefur búið til besta efnahag í sögu ríkis okkar.“ 12. desember 2018 09:15
Fyrrverandi lögmaður Trump fær þriggja ára dóm Dómstóll í New York dæmdi í dag Michael Cohen, fyrrverandi lögmann Donald Trump Bandaríkjaforseta, í þriggja ára fangelsi. 12. desember 2018 17:35