Telur sparnað Sjúkratrygginga lífshættulegan sjúklingum Sveinn Arnarsson skrifar 13. desember 2018 06:00 Grensás er endurhæfingardeild þar sem markmiðið er að gera einstaklinga eins sjálfbjarga líkamlega, andlega og félagslega og hægt er. Fréttablaðið/Ernir Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Sérfræðilæknir við Grensásdeild Landspítala telur að nýr rammasamningur Sjúkratrygginga Íslands um þvagleggi, sem tók gildi 1. nóvember, ógni heilsu þeirra sem þurfa að nýta sér slík lækningatól. Hann telur sparnað í útboði Sjúkratrygginga valda því að sjúklingar njóti ekki góðs af tveggja áratuga vísindastarfi í greininni. Sjúkratryggingar Íslands telja þá þvagleggi sem nú eru á boðstólum samkvæmt nýjum rammasamningi uppfylla þarfir notenda. „Nýir samningar um þvagleggi og þvagvörur tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn í kjölfar útboðs sem byggðist á kröfulýsingu fagfólks,“ segir Björk Pálsdóttir, sviðsstjóri hjálpartækjasviðs Sjúkratrygginga. „Sjúkratryggingar Íslands sömdu við fjögur fyrirtæki um vörur sem uppfylltu kröfur útboðsins. Það er mat Sjúkratrygginga að þessar vörur fullnægi að öllu leyti þörfum notenda.“ Þvagleggir sem margir skjólstæðingar Sjúkratrygginga hafa reitt sig á hafa nú verið teknir út úr rammasamningi og ekki er lengur greitt fyrir þá þar sem þeir eru taldir of dýrir.Páll Ingvarsson læknir.Fréttablaðið/ValliPáll E. Ingvarsson, sérfræðilæknir við Grensásdeild, er ósammála þessum fullyrðingum Sjúkratrygginga um að hér séu á ferðinni nægjanlega góðir þvagleggir. „Bylting varð í þessum efnum upp úr 1985 þegar fundin var upp aðferð með að hafa plastþræði á yfirborði leggsins með lágt viðnám við þvagrásina sjálfa. Með aukinni þróun varð mun minni sýkingarhætta. Síðan hefur verið áframhaldandi þróun sem hefur verið til bóta fyrir sjúklinga með liprari leggi sem hægt er að flytja með sér, og leggi sem hægt er að opna og loka aftur.“ Með þessum breytingum með liprari og notendavænni leggjum eru lífsgæði einstaklinga bætt að sögn Páls, þar sem einstaklingar eru hreyfanlegri og þessir lipru leggir skipti sköpum um hvort einstaklingar geta unnið utan heimilis. Mun auðveldara er að losa þvagblöðru með leggjum sem hægt er að loka og opna að vild þar sem hægt er að gera það nánast hvar sem er. „Þetta snýst sem sagt um lífsgæði sjúklinga og frelsi þeirra,“ segir Páll. „Þar að auki fyrir þá sem eru með skerta handafærni, þá skiptir öllu máli að hafa þessa þægilegu leggi. Það skiptir því sköpum hvort sjúklingar séu lausir við sýkingar. Þetta getur valdið endurteknum sýkingum, blóðeitrunum og nýrnabilun. Hafa ber í huga að endurteknar þvagfærasýkingar og nýrnabilanir voru helstu ástæður þess að sjúklingar dóu af fötlun sinni fyrir aldur fram.“ Hann telur að þessi þróun sé því að einhverju leyti lífshættuleg sjúklingum sem þurfi á þessu að halda í daglegu lífi. „Nú erum við að bakka um hálfa leið því einhver snillingur hefur ætlað sér að spara þessi ósköp sem eru um 50 til 60 krónur á hvern þvaglegg,“ segir Páll. „Með þessum meinta sparnaði erum við að útsetja sjúklinga fyrir sýkingarhættu og aukinni óheilsu þar sem aukin hætta er á endurteknum þvagfærasýkingum sem halda fólki frá vinnu, ásamt aukinni hættu á blóðeitrunum sem getur verið lífshættulegt. Allt þetta til að spara um 50 krónur á hvern legg.“ Sjálfsbjörg hefur óskað eftir því við velferðarnefnd Alþingis að hún kalli eftir útskýringum frá ráðuneyti velferðarmála og Sjúkratryggingar Íslands á því hvers vegna mörgum vörum var hafnað í rammasamningsútboðinu. Í bréfi Sjálfsbjargar til formanns velferðarnefndar segir að þetta séu með „eindæmum forkastanleg vinnubrögð sem Sjálfsbjörg taldi að hún myndi aldrei sjá“.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira