Ivanka og Kushner gætu hagnast á skattabreytingum sem þau studdu Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2018 00:00 Jared Kushner og Ivanka Trump. AP/Pablo Martinez Monsivais Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á skattalöggjöf svo að verktakar og bygginafélög sem byggja á fátækum svæðum fá skattafslætti. Einn af helstu stuðningsmönnum þessara breytinga var Ivanka Trump, dóttir forsetans. Þegar Donald kynnti breytingarnar fyrr á árinu gaf hann dóttur sinni orðið sérstaklega og sagði hana hafa barist af mikilli hörku fyrir að fá þær í gegn. Frumvarpið „The Investing in Opportunity Act“ var fyrst lagt fram á þingi þegar Barack Obama var forseti en naut ekki mikillar hylli. Embættismenn í ríkjum og borgum skilgreina tiltekin svæði, svokölluð „Opportunity Zone“ og þeir verktakar sem byggja á þeim svæðum eiga rétt á afsláttum á sköttum. Jared Kushner, eiginmaður Ivönku og þar af leiðandi tengdasonur Trump, hefur einnig barist fyrir skattaafslættinum. Bæði vinna í Hvíta húsinu.Rannsókn AP fréttaveitunnar hefur þó leitt í ljóst að hjónin gætu sjálf hagnast verulega vegna þessa breytinga og verkefnis ríkisstjórnarinnar.Hjónin eiga stóran hlut í fyrirtækinu Cadre, sem tilkynnti nýverið að til stæði að byggja fjölda bygginga innan verkefnisins í Miami og Los Angeles. Þá eiga þau hluti í fjölskyldufyrirtæki Kushner en minnst þrettán byggingar þessa fyrirtækis í New York, New Jersey og Maryland, gætu fallið undir Oportunity Zone og gefið fyrirtækinu mikinn afslátt af sköttum. Engar vísbendingar eru þó um að þau hafi komið að því að velja svæðin sem verkefnið nær til og fjölskyldufyrirtæki Kushner hefur ekki tilkynnt að til standi að leitast eftir umræddum afsláttum. Þau munu þó að öllum líkindum hagnast vegna verkefnisins, þó þau geri ekki neitt. Það er vegna þess að verkefnið hefur leitt til þess að fasteignaverð hefur hækkað mikið á þeim svæðum sem yfirvöld hafa skilgreint sem Oportunity Zone. Siðferðissérfræðingar segja þetta til marks um mikla hagsmunaárekstra en talskona hjónanna sagði þau ekki koma að rekstri fyrirtækja þeirra. Þar að auki fylgi þau ráðleggingum lögmanna um hverju þau megi vinna að og hverju þau megi ekki vinna að.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Sjá meira