Félagsbústaðir stærsta íbúðafélag landsins Sigrún Árnadóttir skrifar 12. desember 2018 08:00 Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir voru stofnaðir árið 1997 sem hlutafélag um eignarhald og rekstur félagslegs húsnæðis í eigu Reykjavíkurborgar. Markmið rekstursins er að auka framboð á félagslegu leiguhúsnæði í borginni og koma þannig til móts við þarfir þeirra sem ekki geta staðið undir greiðslubyrði lána vegna íbúðakaupa og eiga ekki kost á leiguhúsnæði á viðráðanlegum kjörum. Félagsbústaðir eru stærsta leigufélag landsins með alls 2.550 íbúðir í lok árs 2018 en það jafngildir um 4,4% allra íbúða í Reykjavík og rúmlega 75% alls félagslegs íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu. Lætur nærri að Félagsbústaðir eigi eina íbúð í hverjum stigagangi í höfuðborginni, sem fellur vel að stefnu borgaryfirvalda um félagslega blöndun. Fyrir liggja samþykktir borgaryfirvalda um að 5% íbúðarhúsnæðis í borginni skuli vera félagslegt leiguhúsnæði og hillir nú undir að því markmiði verði náð.Á ekki að skila rekstrarhagnaði Félagsbústaðir starfa í samræmi við húsnæðisstefnu og félagsleg markmið Reykjavíkurborgar og þeim er ekki heimilt að greiða út arð af rekstri til eigenda sinna, enda ekki gert ráð fyrir að félagið sé rekið í hagnaðarskyni. Frá árinu 2015 til dagsins í dag hafa Félagsbústaðir keypt 233 íbúðir og áætlað er að á tímabilinu 2019-2023 verði íbúðum fjölgað um 600. Bæði verða keyptar eldri og nýjar íbúðir auk þess sem áformað er að Félagsbústaðir byggi íbúðir sem þjóna þörfum fólks með fötlun. Það styður verulega þessa uppbyggingu að við úthlutum lóða á nýjum byggingareitum er nú gert ráð fyrir að Félagsbústaðir eigi kauprétt á 5% þeirra íbúða sem þar eru byggðar. Með lagabreytingu 2016 var innleidd stórfelld kerfisbreyting varðandi uppbyggingu og rekstur félagslegs leiguhúsnæðis. Hún hefur m.a. leitt til þess að fleiri stórir aðilar hafa komið inn á leigumarkaðinn og er sérstakt ánægjuefni að þeirra á meðal er íbúðafélagið Bjarg sem stofnað var af ASÍ og BSRB. Það félag er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu.Rekstur Félagsbústaða í góðu horfi Félagsbústaðir hafa frá upphafi lagt áherslu á gott viðhald og útlit íbúða, húsa, lóða og sameigna. Vissulega má gera enn betur í þeim efnum en það hefur sýnt sig að betra útliti og ástandi eigna fylgir bætt umgengni. Skil á leigugreiðslum hafa einnig batnað mjög á þeim 20 árum sem liðin eru síðan fyrirtækið tók við rekstri leiguíbúða af Reykjavíkurborg, eða frá því að vera um 75% af leigutekjum upp í um 98%. Leigugreiðslur taka mið af kostnaðargrunni eftir kerfi sem miðar að því að skila rekstrinum á núlli. Almennt séð er rekstur Félagsbústaða í góðu horfi. Það er þó ærinn starfi fyrir þá liðlega 20 starfsmenn sem vinna hjá félaginu að takast á við það stóra verkefni sem felst í utanumhaldi og rekstri á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Til að það geti gengið þarf starfsemin að njóta almenns trausts borgarbúa og þeirra sem eiga heima í íbúðum félagsins. Það er viðvarandi verkefni stjórnar og starfsmanna félagsins að ávinna það traust. Liður í því er að tryggja að stjórnhættir séu í góðu lagi, m.a. með því að starfrækja öfluga innri endurskoðun sem miðar að því að rekstur félagsins sé ætíð í réttu horfi og í samræmi við þær kröfur sem til hans eru gerðar. Þá er ekki síður mikilvægt að hlusta á viðskiptavini félagsins, en um þessar mundir er einmitt unnið að viðamikilli könnun á viðhorfi leigutaka til félagsins. Þegar áherslur í rekstri eru mótaðar er mikilvægt að hafa niðurstöður slíkra kannana til hliðsjónar.Vandaðir stjórnhættir – góð meðferð á almannafé Eins og hér hefur verið rakið hefur stefna borgarstjórnar á undanförnum árum leitt til aukinnar uppbyggingar á vegum Félagsbústaða. Íbúðum í eignasafni félagsins hefur fjölgað verulega og mun halda áfram að fjölga. Á sama tíma hafa verið lögbundnar verulegar breytingar á félagslega leiguhúsnæðiskerfinu sem fela í sér fjölmargar áskoranir í rekstrinum. Um leið virðast þær einnig fela í sér tækifæri til grundvallarbreytinga á þessu sviði með auknu framboði íbúða og fjölgun valkosta. Meiri umsvifum Félagsbústaða hlýtur að fylgja aukin krafa um að vel sé farið með þá fjármuni sem lagðir eru til málaflokksins úr opinberum sjóðum og að þjónustan sé í samræmi við þær kröfur sem til hennar eru gerðar. Vandaðir stjórnhættir hljóta ávallt að vera lykilatriði ef stuðla á að góðri meðferð almannafjár.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun