Foreldrarnir í Bjärred höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði Atli Ísleifsson skrifar 11. desember 2018 11:25 Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. Getty Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag. Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Foreldrar í sænska bænum Bjärred á Skáni, sem fundust ásamt dætrum sínum látin á heimili fjölskyldunnar í janúar síðastliðinn, höfðu undirbúið morðið á dætrum sínum í marga mánuði. Þetta greindi sænska lögregla frá á blaðamannafundi í morgun. Málið vakti mikinn óhug í Svíþjóð í byrjun árs. „Ástæðan er sú að börnin höfðu fengið þá greiningu að vera með sjúkdóminn ME, krónískan þreytusjúkdóm,“ sagði lögreglumaðurinn Stefan Svensson í morgun þar sem hann greindi frá niðurstöðu rannsóknar lögreglu.Lágu í rúmum sínum Svensson sagði að fyrstu lögreglumenn hafi komið að einbýlishúsi fjölskyldunnar þann 9. janúar og brutu þá rúður til að komast inn. Höfðu þeir þá séð lík mannsins á gólfinu í húsinu. Síðar fundust þrjú lík til viðbótar í húsinu – konunnar og dætranna, ellefu og fjórtán ára. Þær voru allar í rúmum sínum. Svensson segir að fyrir liggi að stúlkurnar hafi látið lífið af völdum kyrkingar eða kæfingar. „Ekkert bendir til að börnin hafi verið meðvituð um hvað myndi eiga sér stað.“ Fjölskyldufaðirinn hafði svipt sig lífi, en konan verið kyrkt. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi hafi átt þátt í dauða fólksins.Sljóvgandi lyf Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að báðir foreldrarnir hafi í sameiningu átt þátt í morðunum á dætrunum. Hafi foreldrarnir innbyrt mikið magn sljóvgandi lyfja áður en þau létu til skarar skríða, en í líki annarrar dótturinnar fundist einnig leifar af sljóvgandi. Lögregla var kölluð til hússins þann 9. janúar síðastliðinn. Kennari, sem hélt utan um heimakennslu stúlknanna, hafði þá mætt um morguninn en enginn kom til dyra. Börnin sóttu ekki skóla af læknisfræðilegum ástæðum. Fjölskyldufaðirinn átti að stýra ráðstefnu þennan sama dag, en þegar hann skilaði sér ekki til vinnu kölluðu samstarfsmenn hans til lögreglu sem mættu um klukkustund síðar og brutu sér þá leið inn í húsið.Þrjú skjöl Á fréttamannafundinum sagði lögregla að foreldrarnir hafi skilið eftir þrjú skjöl – erfðaskrá, kveðjubréf og skjal til fjölskyldu þar sem farið var yfir einhver praktísk atriði. „Ekkert okkar mun nokkurn tímann geta lifað lífinu í eiginlegri merkingu,“ á að hafa komið fram í bréfi foreldranna. Eldri dóttirin hafði fengið greiningu ME-sjúkdómsins árið 2015, en sú yngri tveimur árum síðar. Lögregla sagði ekkert benda til að foreldrarnir hafi ekki verið sammála um ákvörðun sína. Hafi hún verið tekin á haustmánuðum 2017. Á heimasíðu ME-félagsins á Íslandi segir að einkenni sjúkdómsins lýsi sér aðallega sem skert virkni í heila, meltingarfærum, æðakerfi, ónæmiskerfi og orkuvirkni fruma. ME hafi verið flokkaður sem taugafræðilegur sjúkdómur hjá alþjóða heilbrigðisstofnuninni (WHO) síðan árið 1969. Talið er að um 17 milljónir þjáist af ME í heiminum í dag.
Norðurlönd Svíþjóð Tengdar fréttir Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23 Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Fjölskylda fannst látin á Skáni Um er að ræða tvo fullorðna og tvö börn sem fundust eftir að einn meðlimur fjölskyldunnar skilaði sér ekki til vinnu í dag. 9. janúar 2018 23:23
Skólastjóri segir þetta hafa verið fjölskyldu „í krísu“ Talsmaður lögreglu á Skáni í Svíþjóð segir að vísbendingar hafi fundist um hvað hafi leitt til dauða fjölskyldunnar í Bjärred á þriðjudagskvöld. 11. janúar 2018 12:32