Ekkert heyrnartólatengi á nýjasta síma Samsung Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:04 Nýjasta útspil Samsung var kynnt til sögunnar í Kína í gær. Samsung Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta. Samsung Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Samsung kynnti í gær til sögunnar nýjasta snjallsíma fyrirtækisins, sem ber heitið Galaxy A8s. Hann skartar ýmsum eftirtektarverðum eiginleikum; eins og 6,4 tommu skjá, Snapdragon 710 örgjörva, yfirborð sem virðist skipta um lit eftir því hvaðan horft er á símann sem og þremur myndavélum á bakhliðinni. Hvorki þetta né 128GB af geymsluplássi, 6 til 8GB RAM og Android 8.1 Oreo-stýrikerfi hefur þó hins vegar stolið fyrirsögnum um hinn nýja síma. Þann heiður á heyrnartólatengið skuldlaust, eða réttara sagt, skorturinn á því. Galaxy A8s-snjallsíminn skartar nefnilega engu hefðbundnu 3,5mm heyrnartólatengi.Þessa mynd má sjá á kínversku sölusíðu Samsung. Þarna er engu heyrnartólatengi fyrir að fara.Sú staðreynd hefur kætt aðdáendur Apple-snjallsímanna gríðarlega síðastliðinn sólarhring. Þeir hafa mátt þola margvíslegar háðsglósur Samsung-kunningja sinna á undanförnum árum, eða allt frá því að Apple úthýsti heyrnartólatenginu á iPhone 7-símanum sem kynntur var til sögunnar á haustmánuðum ársins 2016. Allar götur síðan hafa neytendur þurft að kaupa sér heyrnartól sem eru sérstaklega útbúin fyrir nýjustu gerðir iPhone-símanna á meðan Samsung-kúnnar hafa getað haldið áfram að nota gömlu, góðu heyrnartólin. Það eru ekki aðeins notendur Samsung-snjallsímanna sem grínast hafa með heyrnartólatengiskortinn á snjallsímum Apple. Það hafa stjórnendur Samsung sömuleiðis gert á opinberum vettvangi. Þegar Galaxy Note7-síminn var kynntur til sögunnar árið 2016 tók framkvæmdastjórinn Justin Denison það til að mynda sérstaklega fram að síminn væri með heyrnartólatengi - við fögnuð áhorfenda í salnum. Samsung bætti svo um betur í júlí í ár, þegar það sendi frá sér eftirfarandi auglýsingu þar sem grínast var með tengjaskortinn hjá Apple. Ekki liggur fyrir hvenær hægt verður að festa kaup á hinum nýja Galaxy A8s hér í vesturheimi, eða hvað hann mun kosta.
Samsung Tækni Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira