Fulltrúi mannkynsins kominn út fyrir áhrifasvæði sólarinnar í annað sinn Kjartan Kjartansson skrifar 11. desember 2018 08:55 Teikning af stöðu Voyager-geimfaranna rétt handan sólvindhvolfsins. NASA/JPL-Caltech Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012. Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Bandaríska geimfarið Voyager 2 er nú komið út fyrir sólvindshvolfið svonefnda og flýgur nú í geimnum á milli stjarnanna. Þetta er í annað skiptið sem manngerður hlutur kemst út fyrir áhrifasvæði sólarinnar en systurfarið Voyager 1 gerði það fyrst fyrir sex árum. Vísindamenn bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA telja að Voyager 2 hafi komist út fyrir sólvindshvolfið 5. nóvember. Geimfarið er nú í rúmlega átján milljarða kílómetra fjarlægð frá jörðinni en 41 ár er síðan því var skotið á loft. Í þessari fjarlægð tekur það gögn um sextán og hálfa klukkustund að berast á milli geimfarsins og jarðar á hraða ljóssins. Sólvindshvolfið er áhrifasvæði sólarinnar okkar sem nær langt út fyrir braut ystu reikistjarnanna. Í frétt á vef NASA kemur fram að skýrasta vísbendingin um að Voyager 2 sé kominn út fyrir það berist frá rafgasmælinum um borð. Mælirinn notar rafhleðslu gassins til þess að greina hraða, þéttleika, hitastig, þrýsting og flæði sólvindsins. Þar til nýlega einkenndist geimurinn í kringum geimfarið af rafgasinu sem við köllum sólvindinn. Frá því í byrjun nóvember hefur mælirinn sýnt að sólvindurinn hægir verulega á sér. Ekkert flæði hefur mælst síðan. Ólíkt Voyager 1 er mælitæki um borð í Voyager 2 sem getur gert fyrstu rannsóknir sinnar tegundar á geimnum fyrir utan sólvindshvolfið.Í spilaranum hér fyrir neðan er skýringarmyndband NASA um för Voyager 2 út fyrir sólvindshvolfið.Gæti tekið tugi þúsunda ára að komast út úr sólkerfinu Þrátt fyrir að systurförin séu komin út fyrir sólvindshvolfið eru þau enn innan sólkerfisins okkar. Ystu mörk þess eru talin handan Oort-skýsins svonefnda. Skýið er safn lítill fyrirbæra sem þyngdarkraftur sólarinnar hefur áhrif á. Talið er að það taki Voyager 2 um 300 ár að komast að innri mörkum Oort-skýsins. Það gæti tekið allt að 30.000 ár að komast út fyrir skýið. Voyager-leiðangrarnir eru einhver merkustu könnunarleiðangrar mannkynssögunnar. Geimförin heimsóttu gas- og ísrisana fjóra. Nær allar upplýsingar sem menn hafa um ystu reikistjörnurnar tvær, Úranus og Neptúnus koma frá heimsókn Voyager 2 þangað. Voyager 2 er jafnframt langlífasti geimleiðangur NASA. Geimfarinu var skotið á loft 20. ágúst árið 1977, sextán dögum á undan Voyager 1. Það fór lengri leið í gegnum sólkerfið til að geta heimsótt Úranus og Neptúnus. Því varð Voyager 1 fyrri til að komast út fyrir sólvindshvolfið árið 2012.
Bandaríkin Geimurinn Neptúnus Tækni Úranus Vísindi Tengdar fréttir Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05 Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30 Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35 Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Flugferðum aflýst Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Sjá meira
Deila um hvort Voyager-1 hafi yfirgefið sólkerfið eða ekki Deila er komin upp meðal stjarnfræðinga um hvort geimfarið Voyager-1 hafi í raun yfirgefið sólkerfi okkar eða ekki. 22. mars 2013 06:05
Þetta eru myndirnar 116 sem NASA sendi geimverunum Bandaríska geimfarið Voyager 1 hefur verið á flugi í 40 ár og er ekkert annað geimfar jafn langt frá jörðu 14. mars 2017 15:30
Ræstu hreyfla Voyager 1 eftir 37 ára hlé Hreyflarnir tóku við sér eins og ekkert hefði í skorist þrátt fyrir að þeir hafi ekki verið notaðir frá árinu 1980. 2. desember 2017 09:35
Voyager 1 kominn út fyrir sólvindshvolfið Þessu greindi bandaríska geimferðastofnunin frá í kvöld en kannanum var skotið á loft þann 5. september 1977. 12. september 2013 20:15