Lausn fyrir lélega föndrara Stefán Þór Hjartarson skrifar 11. desember 2018 08:00 Keli segist ekki vera góður að föndra og segir hann að það sé vegna þess að hann er örvhentur. Hann er allavega góður að tromma. Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“ Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira
Maður er bara alltaf að föndra! Ég er búinn að vera alveg á milljón í jólaföndrinu?… neinei – ég held sko að UNICEF hafi fengið þarna lélegustu föndrara landsins og að þau hafi í raun leitað uppi lélega föndrara. Ég er eiginlega alveg glataður,“ segir hinn geðþekki Keli úr hljómsveitinni Agent Fresco en hann sýnir okkur hvernig skal föndra jólagjafir í nýju myndbandi frá UNICEF. Þó að Keli sé ansi sleipur á trommunum þá virðist föndrið ekki alveg liggja jafn auðveldlega fyrir honum og jólatréð sem hann virðist vera að reyna að útbúa endar ansi sorglega. Blaðamaður dáist þó að hæfileika Kela til að hafa í það minnsta fattað að búa til einhvers konar grænan spíral og að það ætti að heita jólatré, því það er dálítið frumleg pæling – þó að útkoman hafi kannski ekki verið sú besta. „Já, ég vissi ekkert hvernig átti að gera þetta og svo var bara sagt „GO“ og þá átti ég bara að byrja að föndra. En það er gott að heyra að fólk haldi að mér hafi dottið þetta í hug. Sko, bæði er ég ekki mikið fyrir föndrið en líka er ég bara mjög lélegur – líklega óvenju lélegur. Þegar ég var yngri þá kenndi ég því um að ég væri örvhentur hversu lélegur föndrari ég er, ég meina – það hlýtur að vera þannig að maður sé lélegri að föndra ef maður er örvhentur.“Skrautið hans Kela kveikir gjörsamlega upp í jólaskapinu hjá manni.Vinir og vandamenn Kela geta andað léttar því hann segist ekki ætla að gefa neinum föndur þetta árið. Hins vegar fái fólk, eins og reyndar í fyrra líka, mjög líklega Sannar gjafir frá honum. En það eru lífsnauðsynleg hjálpargögn fyrir börn í neyð sem UNICEF býður til sölu. Gjöfin er keypt í nafni þess sem þú vilt gleðja og UNICEF sér síðan til þess að koma hjálpargögnunum til barna þar sem þörfin er mest. Allar gjafirnar eiga það sameiginlegt að bæta líf barna sem þurfa á hjálp okkar að halda. „Ef þú ert lélegur að föndra eins og ég og ert í einhverju „desperation“ að reyna að föndra einhvern jólaspíral þá myndi ég segja að Sannar gjafir væru alveg málið. Þetta er alveg geggjað – ég gerði þetta í fyrra. Sumt af þessu er algjörlega „amazing“ – það eru til dæmis töflur þarna sem þú setur í vatn og það hreinsast þannig að allir geta drukkið það. Þetta er líka bara á sannargjafir.is – ekki flókið.“
Birtist í Fréttablaðinu Föndur Jól Tónlist Mest lesið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Lífið Bryan Adams seldi upp á hálftíma Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Sjá meira