Innlent

Samfylkingin tilkynnir mál Ágústar Ólafs ekki til siðanefndar Alþingis

Sighvatur Jónsson skrifar
Mál Ágústar Ólafs Ágústssonar þingmanns verður ekki tilkynnt til siðanefndar Alþingis af hálfu Samylkingarinnar. Þetta segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í samtali við fréttastofu.

Ágúst Ólafur óskaði eftir launalausu leyfi frá þingstörfum eftir að kona kvartaði til trúnaðarnefndar flokksins vegna samskipta við hann. Nefndin áminnti Ágúst Ólaf og Logi segir það nægja að málið hafi farið í faglegt ferli hjá flokknum.

Ellert B. Schram tók í dag sæti á Alþingi sem varamaður fyrir Ágúst Ólaf næstu tvo mánuðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×