Skella í lás í Austurstræti eftir tíu mánaða rekstur Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. desember 2018 11:15 Egill Jacobsen hóf rekstur um miðjan febrúar síðastliðinn. Erfitt rektrarumhverfi hefur nú riðið honum að fullu. Vísir/vihelm Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins. Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Veitingastaðurinn Egill Jacobsen í Austurstræti, sem starfað hefur í rýminu sem áður hýsti Laundromat, hættir starfsemi um áramótin. Öllum 25 starfsmönnum staðarins var tilkynnt um lokunina um síðastliðin mánaðamót, um leið og þeir fengu uppsagnarbréf í hendurnar. Jóhann Friðrik Haraldsson, eigandi staðarins, segir ákvörðunina að vonum þungbæra, tildrög hennar hafi verið áfall fyrir alla og að það séu mikil vonbrigði að þurfa að skella í lás aðeins tíu mánuðum eftir að Egill Jacobsen opnaði fyrst dyrnar. Ástæðan hafi þó í raun verið einföld: Hækkandi kostnaður samhliða dræmari aðsókn en spár höfðu gert ráð fyrir gerðu reksturinn þungan. Nefnir Jóhann Friðrik sérstaklega í þessu samhengi leiguverðið á þessum fjölfarna stað í miðborginni. Það hafi hækkað um 43 prósent á milli ára, og hátt var það fyrir. Þar að auki hafi allur aðfangakostnaður aukist, sem og launagreiðslur. Rekstrarumhverfið sé því ekki upp á marga fiska - og ekki bæti hörð samkeppni á svæðinu úr skák. Aðspurður segist Jóhann ekki vita hvaða rekstur verður í rýminu eftir að Egill Jacobsen hverfur á braut. Það verði í það minnsta ekki á hans vegum, en Jóhann Friðrik hefur mikla reynslu af veitingarekstri í borginni. Til að mynda kom hann að rekstri fyrrnefnds Laundromat í rýminu, áður en Egils Jacobsen naut við. Hann segist þó vona að nýir rekstraraðilar í rýminu horfi til þess góða starfsfólks sem ljáð hafi Agli Jacobsen krafta sína síðastliðna mánuði. Ekki skemmi fyrir að það þekki vel til húsnæðisins.
Gjaldþrot Veitingastaðir Tengdar fréttir Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45 Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Gefast upp á Laundromat draumnum í Laugardal "Fúlt! Hefði verið frábær viðbót við hverfið okkar,“ segir einn af fjölmörgum fúlum íbúum í Laugardal. 27. október 2016 10:45