Hreinar hendur bjarga mannslífum Heiða Björk Gunnlaugsdóttir og Þórdís Hulda Tómasdóttir skrifar 10. desember 2018 10:47 Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Flestir kynnast heilbrigðisskerfinu einhvern tíma á lífsleiðinni og einhverjir þurfa sjúkrahúslegu á einhverjum tímapunkti. Á sjúkrahúsum gerast oft kraftaverk og margir sem þangað leita fá bót meina sinna. En það er ekki hættulaust að leggjast inn á sjúkrahús, þar er margt sem getur haft áhrif á öryggi sjúklinga og eitt af því er hætta á sýkingum. Sýkingar tengdar sjúkrahúsdvöl, eða spítalasýkingar, eru sýkingar sem sjúklingar fá á spítalanum og eru afleiðing sjúkrahúsdvalarinnar. Þær geta leitt til óþarfa óþæginda, aukinna kvala, lengri legutíma, jafnvel dauða sjúklings að ógleymdum auknum kostnaði fyrir samfélagið í heild sinni. Því er mikilvægt að fyrirbyggja sýkingar til að auka öryggi sjúklinga. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) segir að búast megi við því að 7% sjúklinga séu með spítalasýkingu á hverjum tíma. Á sjúkrahúsum geta sjúklingar smitast af ýmsum örverum og jafnvel ónæmum bakteríum sem dreifast á milli einstaklinga. Örverur berast milli manna eftir ákveðnum smitleiðum sem skiptast í snertismit, dropasmit og úðasmit. Snertismit er algengasta smitleiðin, annað hvort beint með höndum eða óbeint þegar hendur snerta mengað umhverfi. Snertismit er líka sú smitleið sem er auðveldast að rjúfa. Hendur starfsmanna á sjúkrahúsum snerta bæði sjúklinga og umhverfi. Ef handhreinsun er ekki framkvæmd á réttan hátt og á réttum tíma dreifast örverur auðveldlega á milli sjúklinga og það eykur líkurnar á spítalasýkingum. Skart á höndum heilbrigðisstarfsmanna t.d. hringar, úr, armbönd, langar neglur, gervineglur og naglalakk ásamt síðerma vinnufatnaði hafa veruleg áhrif á gæði handhreinsunar. Allir sem þurfa á þjónustu sjúkrahúsa að halda eiga rétt á því að heilbrigðisstarfsmenn geri sitt besta til að koma í veg dreifingu örvera á milli sjúklinga. Það er því réttur sjúklinga að þeir heilbrigðisstarfsmenn sem þeim sinna séu í ermastuttum vinnufatnaði, án handskarts og með hreinar hendur. Heilbrigðisstarfsmaðurinn á alltaf að hreinsa hendur sínar með vatni og sápu eða handspritti áður en hann snertir sjúkling, jafnvel þó bara sé um handaband að ræða og alltaf eftir snertingu við sjúkling eða umhverfi hans. Einnig á hann að hreinsa hendur fyrir umbúðaskipti, meðhöndlun æðaleggja og þvagleggja og þ.h. verka. Heilbrigðisstarfsmenn vilja setja öryggi sjúklinga í forgrunn. Sjúklingum og aðstandendum er því alveg óhætt að spyrja þá hvort handhreinsun hafi verið framkvæmd sé það vafamál. Það er handhreinsunin sem rýfur snertismitsleiðina. Sjúklingurinn sjálfur þarf að sjálfsögðu að leggja hönd á plóg til að gæta að öryggi og huga að eigin handhreinsun. Tíð handhreinsun, til að mynda áður en sjúkrastofa er yfirgefin, eftir dvöl í sameiginlegum rýmum, fyrir mat og eftir salernisferðir geta gert gæfumuninn. Hreinar hendur geta hreinlega bjargað mannslífum.Heiða Björk Gunnlaugsdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeildÞórdís Hulda Tómasdóttir - Hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun