Gunnar sneri aftur með látum Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. desember 2018 08:45 Gunnar búinn að ná góðri stöðu í annarri lotu og lét hann höggin dynja stuttu síðar. Hann lauk bardaganum á því að ná hengingartaki. fréttablaðið/getty Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar. Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Það var ekki að sjá neitt ryð á íslenska bardagakappanum Gunnari Nelson þegar hann sneri aftur inn í UFC-búrið eftir sautján mánaða fjarveru um helgina. Gunnar mætti þá hinum brasilíska Alex Oliveira, titlaður Kúrekinn, á UFC 231 bardagakvöldinu í Toronto og gafst Oliveira upp þegar Gunnar var búinn að ná góðu taki á hálsi hans undir lok annarrar lotu. Það var mikil eftirvænting fyrir bardaganum enda langt síðan Gunnar barðist síðast. Sá bardagi endaði illa fyrir Gunnar sem tapaði fyrir Argentínumanninum Santiago Ponzinibbio sem beitti ólöglegum brögðum þegar hann potaði í augu Gunnars án þess að dómarinn tæki eftir því. Aftur virtist andstæðingur Gunnars ætla að komast upp með ólöglega tilburði því í byrjun bardagans virtist Alex gefa Gunnari ítrekað olnbogaskot í hnakkann sem er ólöglegt. Sá brasilíski fékk viðvörun þegar hann nýtti búrið til að ná jafnvægi þegar Gunnar reyndi að koma bardaganum í gólfið en Oliveira var sterkari á lokamínútunni og náði nokkrum góðum höggum þegar þeir glímdu í gólfinu. Gunnar nýtti styrk sinn vel í upphafi annarrar lotu og náði Oliveira í gólfið þar sem hann náði strax góðri stöðu. Það tók Gunnar smá tíma en þá fékk Gunnar að nota olnbogana til að láta Alex finna fyrir því og er sá brasilíski reyndi að losna úr taki Gunnars gaf hann Gunnari tækifæri til að ná uppgjafartaki sem gerði út um bardagann. Íslenski bardagakappinn sýndi sínar bestu hliðar um helgina og má búast við því að hann taki stökk upp styrkleikalista UFC á næstu dögum. Fyrir bardagann var Gunnar í fjórtánda sæti í veltivigt, einu sæti fyrir neðan Oliveira en hæst hefur hann náð í níunda sætið. Gunnar hefur nú unnið sautján bardaga á MMA-ferlinum og tapað þremur en einum lauk með jafntefli. Sjálfur virtist Gunnar vera nokkuð sáttur þegar hann ræddi við Dana White, forseta UFC, eftir bardagann. „Þessi bardagi fór í aðra átt en ég bjóst við þó að ég hafi búist við þessum úrslitum. Það var mikið um glímu og um tíma missti ég stjórn á bardaganum en ég náði að halda það út, komast aftur inn í bardagann og vinna að lokum,“ sagði Gunnar og hélt áfram: „Ég vissi að hann þyrfti að verja nokkra staði undir lokin þegar það var farið að blæða úr honum og greip tækifærið.“ Sá brasilíski þykir afar góður standandi en sýndi lipra takta á gólfinu í fyrstu lotu. „Ég æfi þessa stöðu oft og það hafa ekki margir náð að snúa þessu sér í hag en ég veit af þessu og verð betur tilbúinn næst. Ég átti ekki von á því að hann myndi ná að snúa þarna en hann gerði vel,“ sagði Gunnar. Hann var ekki hrifinn af olnbogaskotunum sem Alex beitti í upphafi bardagans. „Ég þarf að skoða það betur en ég var hissa á því að ekkert var dæmt í því þegar hann var að ráðast á hnakkann á mér,“ sagði Gunnar.
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Asensio hetjan í endurkomu Villa Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Í beinni: Las Palmas - Barcelona | Börsungar gætu styrkt stöðu sína á Íslendingaslóðum Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti