Enski boltinn

Sjáðu þrennu Firmino og öll mörk gærdagsins í enska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Firmino skoraði tvö mörk með rúmlega mínútu millibili
Firmino skoraði tvö mörk með rúmlega mínútu millibili vísir/getty
Fimmtán mörk voru skoruð í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni í gær. Roberto Firmino skoraði þrennu í stórsigri Liverpool á Arsenal.

Liverpool jók forystu sína á toppnum í níu stig með 5-1 stórsigri á Arsenal á Anfield eftir að hafa orðið undir snemma leiks. Firmino skoraði þrjú marka Liverpool, Sadio Mane eitt og Mohamed Salah eitt.

Gylfi Þór Sigurðsson kom af bekknum í 1-0 tapi Everton fyrir Brighton og Aron Einar Gunnarsson spilaði allan leikinn í 0-1 sigri Cardiff á Leicester.

Wolves skemmdi fyrir Tottenham í toppbaráttunni með 3-1 sigri á Wembley eftir að Harry Kane kom Tottenham yfir.

Aleksandar Mitrovic skoraði dramatískt sigurmark í uppbótartíma í fallslag Fulham og Huddersfield á Craven Cottage. Watford og Newcastle skildu jöfn. 

Öll mörk og helstu atvik úr leikjum gærdagsins má sjá hér að neðan.

Liverpool - Arsenal 5-1
Klippa: FT Liverpool 5 - 1 Arsenal
Brighton - Everton 1-0
Klippa: FT Brighton 1 - 0 Everton
Leicester - Cardiff 0-1
Klippa: FT Leicester 0 - 1 Cardiff
Tottenham - Wolves 1-3
Klippa: FT Tottenham 1 - 3 Wolves
Watford - Nwcastle 1-1
Klippa: FT Watford 1 - 1 Newcastle
Fulham - Huddersfield 1-0
Klippa: FT Fulham 1 - 0 Huddersfield



Fleiri fréttir

Sjá meira


×