Enski boltinn

Ranieri var brjálaður út í Kamara: Hann sýndi okkur öllum óvirðingu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kamara reifst við Mitrovic um að fá að taka spyrnuna
Kamara reifst við Mitrovic um að fá að taka spyrnuna vísir/getty
Knattspyrnustjóri Fulham, Claudio Ranieri, var ekki sáttur með framherjann sinn Aboubakar Kamara í sigri Fulham á Huddersfield og sagði hann hafa sýnt félaginu vanvirðingu.

Aleksandar Mitrovic skoraði sigurmarkið, og eina mark leiksins, í sigri Fulham á Huddersfield í mikilvægum fallslag í ensku úrvalsdeildinni. Fyrr í leiknum hafði Kamara farið illa með vítaspyrnu Fulham.

Leikmenn Fulham rifust inn á vellinum um það hver ætti að taka spyrnuna áður en Kamara fór á punktinn en léleg spyrna hans var auðveldlega varin.

„Okkar vítaskytta er Mitrovic og hann átti að taka spyrnuna. Kamara sýndi mér vanvirðingu, félaginu, liðsfélögum sínum, stuðningsmönnunum og öllum sem voru á vellinum,“ sagði Ranieri eftir leikinn.

„Hann tók boltann og ætlaði að taka spyrnuna, þetta var ótrúlegt. Mig langaði að drepa hann.“

Mitrovic bjargaði Kamara með því að skora sigurmarkið í uppbótartímanum en það er ólíklegt Kamara komist upp með að taka fleiri vítaspyrnur í næstu leikjum Fulham.



Klippa: Claudio Ranieri Post Match Interview



Fleiri fréttir

Sjá meira


×