Enski boltinn

Emery: Við eigum mikið verk fyrir höndum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Unai Emery.
Unai Emery. Vísir/Getty
Unai Emery segir Arsenal enn eiga mikla vinnu fyrir höndum en liðið steinlá 5-1 fyrir toppliði Liverpool á Anfield í dag.

Arsenal komst yfir í upphafi leiks með marki frá unglingnum Ainsley Maitland-Niles en fékk fjögur mörk á sig áður en flautað var til hálfleiks og var aðeins yfir í þrjár mínútur í leiknum.

„Við byrjuðum vel en eftir að við skoruðum þá fóru þeir að ýta á okkur. Þegar þeir ýta áfram þá spila þeir með mikilli ákefð og með leikmönnum sem geta látið til sín taka um allan völlinn,“ sagði Emery eftir leikinn.

„Þeir skoruðu þrjú mörk með stuttu millibili og það var erfitt fyrir okkur. Þetta var slæm reynsla sem við lærum af.“

Liverpool fékk tvær vítaspyrnur í leiknum og minntist Emery á að myndbandsdómgæsla sé á leiðinni í úrvalsdeildina og það verði betra þegar hún kemur.

„VAR er mikilvægt. Það hjálpar dómurunum að taka betri ákvarðanir. Við vitum að munurinn á Liverpool og okkur er ekki eins mikill og úrslitin segja til um.“

„Við þurfum að vinna í okkar málum og eigum mikið verk fyrir höndum.“

Arsenal mætir Fulham á nýársdag í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Klippa: Unai Emery Post Match Interview





Fleiri fréttir

Sjá meira


×