„Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 29. desember 2018 20:15 Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún. Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Íslensk kona varð fyrir alvarlegu ofbeldisbroti í Tyrklandi eftir að brotist var inn á hótelherbergi hennar þegar hún dvaldi þar í landi árið 2014. Í mörg ár ræddi hún ekki reynslu sína. Hún segir mikla brotalöm í kerfinu og safnar nú í sjóð fyrir konur sem leita réttar síns í ofbeldismálum.Eydís Eir gerði stuttmynd um upplifun sína af ofbeldi sem hún varð fyrir í Tyrklandi.Eydís Eir Brynju- Björnsdóttir var í fríi í Tyrklandi þegar atvikið átti sér stað. Eftir að hafa unnið úr þessari erfiðu lífsreynslu ákvað hún að segja sögu sína í formi stuttmyndar. Eydís endaði í fangelsi fyrir að leita réttar síns þessa örlaga ríku nótt. „Mér var nauðgaðí Tyrklandi. Maður brýst inn á hótelið mitt um miðja nótt og nauðgar mér. Ég reyni að kæra og standa fast á mínum. Ég heimtaði bara rétta málsmeðferð og í raun fékk ég kæru á mig til baka fyrir skemmdarverk inni á hótelherberginu og var sett í fangelsi í kjölfarið. Ég er búin að vera nokkur ár að vinna úr þessu,“ segir hún en maðurinn var starfsmaður hótelsins og kom til átaka þeirra á milli meðþeim afleiðingum að hlutir á hótel herberginu skemmdust. Myndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni Austin í Bandaríkjunum og hlaut mikið lof. „Þetta er eina skiptið sem ég raunverulega hélt að ég myndi deyja. Ég hélt fyrst að hann myndi drepa mig og síðan að lögreglan myndi gera það. Þeir voru að fara með mig um miðja nótt, ég fór mjög mikið í taugarnar á þeim. Ég heimtaði að þeir myndu skrifa niður það sem fór okkar á milli. Ég var svo flutt brott úr landi og íslenska lögreglan tekur á móti mér. Það var bara komið fram við mig eins og glæpamann fyrir eitthvað sem ég gerði ekki,“ segir hún.Sigrún Jóhannsdóttir heldur utan um Elfusjóð.Eydís bendir á að jafn erfitt sé að leita réttar síns hér heima og ákvað því að leggja nýstofnuðum sjóði, sem kallast Elfusjóður, lið og hefja söfnun á Karolinafund. Sigrún Jóhannsdóttir, héraðsdómslögmaður, heldur utan um sjóðinn. „Þegar einstaklingur verður fyrir ofbeldi eins og kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi eða grófu götuofbeldi þá eru afleiðingarnar alla jafna miklar og oft alvarlegar. Heimildarákvæði er í lögunum sem gerir ákveðnum hópi brotaþola kleift að sækja fullar bætur. Til þess að þau geti það þurfa þau að reiða fram nokkur hundruð þúsund krónur. Því miður eru bara fæstir í þeirri stöðu að geta gert það. Þar kemur Elfusjóður inn í til að byrja með. Til að styrkja eða lána fyrir þessu mati,“ segir Sigrún.
Kynferðisofbeldi Tyrkland Viðtal Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira