Enski boltinn

Sarri vill halda Fabregas þrátt fyrir lítinn spiltíma

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Fabregas hefur lítið spilað með Chelsea í vetur
Fabregas hefur lítið spilað með Chelsea í vetur vísir/getty
Maurizio Sarri, stjóri Chelsea vill halda Cesc Fabregas hjá félaginu og segir hann vera mikilvægan hlekk í liðinu.



Fabregast hefur aðeins leikið fimm leiki á tímabilinu en hann hefur fallið aftar í goggunarröðina með komu Jorginho til Chelsea.



Spánverjinn hefur verið orðaður frá Chelsea en Sarri vill hins vegar halda honum.



„Í þessari stöðu erum við aðeins með tvö leikmenn, Jorginho og Fabregas, þannig að við yrðum í vandræðum án Fabregas.“ sagði Sarri.



„Ég vil halda honum. Ég veit samt ekki hver lokaákvörðunin verður hjá Fabregast og félaginu. En fyrir mitt leyti er það mjög mikilvægt að halda honum. Ef hann fer verðum við líklega að kaupa annan leikmann, og það er ekki auðvelt, því Fabregast er mjög mikilvægur leikmaður.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×