Enski boltinn

Southgate og Kane fá orðu frá drottningunni

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Harry Kane er fyrirliði Englands
Harry Kane er fyrirliði Englands vísir/getty
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands og Harry Kane, fyrirliði Englands fá afhentar orður frá Bretadrottningu fyrir gott gengi á heimsmeistaramótinu í sumar.



Árið 2018 hefur verið gríðarlega gott hjá Englendingum.



Southgate stýrði liðinu í undanúrslit heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í 28 ár, og þá unnu Englendingar riðilinn sinn í Þjóðadeildinni, en þeir voru með Spánverjum og Króötum í riðli.



England mun því spila í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar næsta sumar en þar mæta þeir Hollendingum.



„Ég er gríðarlega stoltur Englendingur yfir því að hafa fengið tækifæri til þess að leika fyrir þjóð mína í yfir 50 skipti og svo þjálfa liðið á heimsmeistaramóti,“ sagði Southgate.



Harry Kane, framherji Tottenham og fyrirliði Englands skoraði sex mörk á heimsmeistaramótinu. Tvö mörk í opnunarleik liðsins gegn Túnis og svo þrennu gegn Panama. Þá skoraði hann í átta liða úrslitum gegn Kólumbíu, bæði í venjulegum leiktíma og síðan aftur í framlengingu.



Þá skoraði Kane sigurmarkið gegn Króötum í Þjóðadeildinni sem fleytti Englendingum í undanúrslitin.



Orðurnar fyrir breska borgara eru fimm. Kane fær svokallaða MBE orðu, sem er sú lægst setta ef svo má að orði komast, en Southgate fær OBE sem er næst lægst setta orðan. Mikill heiður er fyrir Breta að fá orðurnar afhentar frá bresku konungsfjölskyldunni.

 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×