Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Barein 36-24 | Kaflaskipt er Ísland keyrði yfir Barein Anton Ingi Leifsson úr Höllinni skrifar 28. desember 2018 21:30 Aron Pálmarsson bar fyrirliðabandið í kvöld. vísir/getty Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann í kvöld tólf marka sigur á Barein, 36-24, er liðin mættust í fyrri æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Í kvöld var íslenska liðið ekki fullmannað en það vantaði menn eins og Guðjón Val Sigurðsson, Ólaf Guðmundsson og fleiri öfluga leikmenn. Þeir verða með á sunnudaginn er liðin mætast á ný. Ísland byrjaði af miklum krafti og virtust ætla að keyra yfir gestina strax í upphafi leiksins. Ísland komst í 5-1 áður en Aron Kristjánsson fékk sig full saddann og tók leikhlé. Eftir það rönkuðu gestirnir aðeins við sér og okkar menn slökuðu aðeins á. Heimamenn gerðu sig seka um klaufaleg mistök og hleyptu þannig gestunum inn í leikinn. Er komið var inn í hálfleikinn var munur Íslands einungis tvö mörk, 15-13, en hann varð minnst eitt mark í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu aldrei að jafna en það vottaði um kæruleysi í herbúðum okkar manna. Í síðari hálfleik byrjaði Ísland af sama krafti og í fyrri hálfleik. Mikil ákefð var í varnarleiknum og varnarleikur Íslands neyddi gestina í þvingaðar sendingar sem skilaði auðveldum hraðaupphlaupum fyrir Stefán Rafn og Óðin Þór. Það útskýrði margt að Aron Rafn Eðvarðsson, sem kom inn í markið í hálfleik, hafði fengið eitt skot á sig er tólf mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Slík var ákefðin í varnarleiknum og samvinnan. Leiknum var í raun lokið fljótlega í síðari hálfleik. Við mótlætið misstu gestirnir hausinn og tóku galnar ákvarðanir. Við það tvíefldust okkar menn og gengu á lagið undir dyggri stjórn Guðmundar á línunni. Lokatölur 36-24.Afhverju vann Ísland? Einfaldlega með mun betra handboltalið en Barein. Það er ekkert flóknara en það. Á öllum dögum ársins á Ísland að vinna Barein í handbolta og á því varð engin undantekning í kvöld. Þegar á þurfti stigu okkar menn á bensíngjöfina og sköpuðu mun sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Fínasti sóknarleikur á köflum með öflugum hornamönnum gerði gæfumuninn en hornamenn liðsins skoruðu samtals fimmtán mörk í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson bætti við sjö en átta af þessum mörkum komu úr hröðum upphlaupum. Heimir Óli Heimisson gerði einnig mjög vel á línunni og skoraði fimm mörk.Hvað gekk illa? Markvarslan í fyrri hálfleik var ekki góð. Björgvin Páll Gústavsson varði einungis fjögur skot í fyrri hálfleik og nokkur skotin á hann átti hann einfaldlega að taka. Aron Rafn Eðvarðsson stóð í markinu í síðari hálfleik og gerði betur enda vörnin sterkari í þeim síðari. Í fyrri hálfleik var líka eilítið kæruleysi á köflum og það má ekki ske. Gerist það á HM er voðinn vís en auðvitað er ekki hægt að bera saman æfingalek gegn Barein í Laugardalshöll við HM í München. Það væri einfaldlega ósanngjarnt.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á sunnudaginn en þá verða okkar menn fullmannaðir. Þá óskum við eftir betri frammistöðu og heilsteyptari en það er ljóst að liðið er ekki 100% klárt fyrir HM. Á því eru eðlilegar skýringar en liðið er einungis nýbyrjað að hefja undirbúning sinn og ekki allir leikmenn mættir til vinnu.Stefán Rafn Sigurmannsson.vísir/ernirStefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.vísir/vilhelmGuðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“ Handbolti
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann í kvöld tólf marka sigur á Barein, 36-24, er liðin mættust í fyrri æfingaleik liðanna í Laugardalshöllinni. Í kvöld var íslenska liðið ekki fullmannað en það vantaði menn eins og Guðjón Val Sigurðsson, Ólaf Guðmundsson og fleiri öfluga leikmenn. Þeir verða með á sunnudaginn er liðin mætast á ný. Ísland byrjaði af miklum krafti og virtust ætla að keyra yfir gestina strax í upphafi leiksins. Ísland komst í 5-1 áður en Aron Kristjánsson fékk sig full saddann og tók leikhlé. Eftir það rönkuðu gestirnir aðeins við sér og okkar menn slökuðu aðeins á. Heimamenn gerðu sig seka um klaufaleg mistök og hleyptu þannig gestunum inn í leikinn. Er komið var inn í hálfleikinn var munur Íslands einungis tvö mörk, 15-13, en hann varð minnst eitt mark í fyrri hálfleik. Gestirnir náðu aldrei að jafna en það vottaði um kæruleysi í herbúðum okkar manna. Í síðari hálfleik byrjaði Ísland af sama krafti og í fyrri hálfleik. Mikil ákefð var í varnarleiknum og varnarleikur Íslands neyddi gestina í þvingaðar sendingar sem skilaði auðveldum hraðaupphlaupum fyrir Stefán Rafn og Óðin Þór. Það útskýrði margt að Aron Rafn Eðvarðsson, sem kom inn í markið í hálfleik, hafði fengið eitt skot á sig er tólf mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Slík var ákefðin í varnarleiknum og samvinnan. Leiknum var í raun lokið fljótlega í síðari hálfleik. Við mótlætið misstu gestirnir hausinn og tóku galnar ákvarðanir. Við það tvíefldust okkar menn og gengu á lagið undir dyggri stjórn Guðmundar á línunni. Lokatölur 36-24.Afhverju vann Ísland? Einfaldlega með mun betra handboltalið en Barein. Það er ekkert flóknara en það. Á öllum dögum ársins á Ísland að vinna Barein í handbolta og á því varð engin undantekning í kvöld. Þegar á þurfti stigu okkar menn á bensíngjöfina og sköpuðu mun sem gestirnir náðu aldrei að brúa. Fínasti sóknarleikur á köflum með öflugum hornamönnum gerði gæfumuninn en hornamenn liðsins skoruðu samtals fimmtán mörk í kvöld.Hverjir stóðu upp úr? Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði átta mörk og Stefán Rafn Sigurmannsson bætti við sjö en átta af þessum mörkum komu úr hröðum upphlaupum. Heimir Óli Heimisson gerði einnig mjög vel á línunni og skoraði fimm mörk.Hvað gekk illa? Markvarslan í fyrri hálfleik var ekki góð. Björgvin Páll Gústavsson varði einungis fjögur skot í fyrri hálfleik og nokkur skotin á hann átti hann einfaldlega að taka. Aron Rafn Eðvarðsson stóð í markinu í síðari hálfleik og gerði betur enda vörnin sterkari í þeim síðari. Í fyrri hálfleik var líka eilítið kæruleysi á köflum og það má ekki ske. Gerist það á HM er voðinn vís en auðvitað er ekki hægt að bera saman æfingalek gegn Barein í Laugardalshöll við HM í München. Það væri einfaldlega ósanngjarnt.Hvað gerist næst? Liðin mætast aftur á sunnudaginn en þá verða okkar menn fullmannaðir. Þá óskum við eftir betri frammistöðu og heilsteyptari en það er ljóst að liðið er ekki 100% klárt fyrir HM. Á því eru eðlilegar skýringar en liðið er einungis nýbyrjað að hefja undirbúning sinn og ekki allir leikmenn mættir til vinnu.Stefán Rafn Sigurmannsson.vísir/ernirStefán Rafn: Er sem betur fer ekki á Twitter „Við spiluðum fyrstu mínúturnar ótrúlega vel og sýndum hvað við gátum þar en svo fengum við á okkur ódýrar tvær mínútur,“ sagði Stefán Rafn í leikslok. „Ég held að við höfum fengið á okkur fjórar tvær mínútur í maður á móti manni. Þá breyttist þetta og var hörkuleikur alveg fram í hálfleik.“ „Svo komum við betri inn í seinni hálfleikinn og skrýtinn síðari hálfleikur. Þeir spiluðu mikið sjö á móti sex og við unnum mikið boltann. Þetta voru auðveld hraðaupphlaup og þá náðum við forystunni.“ Það virkaði allt annað íslenskt lið sem kom inn á í síðari hálfleikinn hvað varðar varnarleikinn og Stefán segir að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, hafi farið vel yfir stöðuna í hálfleik. „Hann var ekki sáttur með hvernig við vorum að standa einn á móti einum. Við komum grimmir inn í seinni hálfleikinn og bættum úr því. Við gerðum það vel og vorum ekki að fá klaufalegar tvær mínútur. Það munaði ótrúlega miklu.“ Skiptar skoðanir hafa verið um val Guðmundar hvað varðar vinstri hornamenn en Ísland á þrjá vinstri hornamenn í topp deildum Evrópu; Guðjón Val Sigurðsson, Bjarka Má Elísson og Stefán sjálfan. Mikið var rætt og ritað um hvort að Guðmundur hafi gert rétt með að velja Guðjón og Stefán í tuttugu manna æfingahóp og skilja Bjarka eftir en Stefán segir að hann láti þessa umræðu eins og vind um eyru þjóta. „Ég er sem betur fer ekki á Twitter svo ég er ekki að fylgjast með þessu sem er í gangi þar en ég er búinn að spila ótrúlega vel. Mér líður vel og er glaður að hafa verið valinn.“ „Ég er að spila í frábærri deild og er í Meistaradeildinni. Ég held að það segi allt um það hvað ég get. Bjarki er frábær leikmaður líka og Íslendingar eru heppnir að eiga svona mikið af vinstri hornamönnum.“ „Það þarf ekki að hafa áhyggjur af því en auðvitað er leiðinlegt að skilja einn eftir en svona er þetta. Okkur langar öllum að vera með og við erum allir að spila vel. Ég er búinn að vera spila frábærlega svo þetta er gott,“ sagði Stefán að lokum.Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari.vísir/vilhelmGuðmundur: Færumst nær því að taka ákvörðun „Ég var ánægður með byrjunina þar sem við vorum mjög flottir bæði í vörn og sókn. Það gekk upp sem við ætluðum okkur en síðan byrjum við að fá brottvísanir,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari, í leikslok. „Þetta voru klaufalegar brottvísanir og það er alltof mikið að fá á sig fjórar brottvísanir í fyrri hálfleik. Þá fannst mér þeir komast inn í leikinn og það slakknaði á einbeitingunni í hröðum upphlaupum.“ „Við erum að fara með fimm algjör dauðafæri í hröðum upphlaupum og það var dýrt í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikurinn var allt öðruvísi og við þéttum vörnina og stóðum vörnina mjög vel.“ „Við náðum mjög mörgum hraðaupphlaupum. Síðan mátti búast við því að það kæmi smá los á þetta. Við vorum að skipta rosa mikið inn á og það er erfitt að meta frammistöðu liðsins út frá því.“ Guðmundur segir að aðal áhersla leiksins í dag hafi farið í það að komast nær niðurstöðu um tvær stöður; miðjuna og línuna en í viðtali við Stöð 2 í gær sagði Guðmundur að hann myndi nýta leikinn í kvöld til þess að fá svör. „Við vorum að horfa á frammistöðu einstaka leikmanna í öllum stöðum en auðvitað erum við búnir að horfa mikið á miðju- og línumannsstöðuna. Það er engin launung,“ sagði Guðmundur sem segist vera kominn nær niðurstöðu. „Já, við færumst nær því að taka ákvörðun um hvernig þetta á að líta út. Það er hver leikur þegar út í það er komið,“ en á sunnudaginn mætast liðin aftur og þá fá fleiri tækifæri. „Maður eins og Janus Daði mun taka þátt í þeim leik. Við erum búnir að ákveða það. Við ákváðum að hann kæmi ekki inn í kvöld því við fengum fáar sóknir í síðari hálfleik. Þetta voru mikið af hraðaupphlaupum og okkur fannst ekki rétt að setja inn enn einn miðjumanninn.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti