Körfubolti

Haukar fá tvo nýja leikmenn: Öflugur Bandaríkjamaður og Þjóðverji

Anton Ingi Leifsson skrifar
Woods í leik með Missouri háskólanum þar sem hann lék áður.
Woods í leik með Missouri háskólanum þar sem hann lék áður. vísir/getty
Haukar í Dominos-deild karla hafa fengið liðstyrk því Russell Woods hefur skrifað undir samning út tímabilið en Haukarnir tilkynntu þetta á vef sínum í gær.

Woods hefur verið síðustu tvö ár í Tékklandi og spilað þar með liðunum Ostrava og Svitavy en Svitavy er eitt besta liðið þar í landi. Woods spilaði síðara árið með þeim.

Hann hafði spilað sjö leiki af fimmtán í deildinni er hann ákveð að söðla um og semja við Hauka en hann var að meðaltali með 7,4 stig í leik og fjögur fráköst. Hann er öflugur í teignum.

„Lið Hauka er búið að styrkjast töluvert inní teig uppá síðkastið en Kristjan Leifur er að byrja að æfa aftur,“ segir á heimasíðu Hauka en Woods kemur í stað Marques Oliver.

Haukarnir skiptu einnig um Evrópumann en þeir tilkynntu á Þorláksmessu að þeir höfðu sagt upp samningunm við Króatann Matic Matek. Þeir fengu Þjóðverjann Ori Garmizo í staðinn.

Haukar eru, eins og önnur lið deildarinnar, í jólafríi en liðið mætir Val í fyrsta leiknum á nýju ári er liðin leiða saman hesta sína sunnudaginn sjötta janúar.

Liðið er í níunda sæti deildarinnar með átta stig. Þeir rauðklæddu eru fjórum stigum frá fallsæti en með jafn mörg stig og ÍR sem eru í síðasta úrslitakeppnissætinu á betri innbyrðis viðureign.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×