Íslandsvinir ársins: Buslað í Bláa lóninu, „magnaður dagur“ Ronaldo og kóngafólk í kuldanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2018 12:00 Ed Sheeran, Pia Kjærsgaard, Bill Franke, Cristiano Ronaldo og Rebel Wilson eru á meðal helstu Íslandsvina ársins 2018. Mynd/Samsett Ísland hefur stimplað sig rækilega inn sem áfangastaður ferðamanna síðustu ár en árið 2018 fór ekki varhluta af slíkum heimsóknum. Á meðal þeirra sem ferðast hafa til Íslands á árinu eru stjörnur úr heimi leiklistar, tónlistar, íþrótta og viðskipta – sumar konungbornar, aðrar ekki. Í eftirfarandi samantekt, sem þó er að öllum líkindum ekki tæmandi, má finna helstu Íslandsvini ársins 2018.Tryggði sér sæti á listanum með íslensku treyjunni Íslandsvinirnir koma gjarnan hingað til lands vegna vinnu sinnar sem felur einkum í sér tónleikahald eða sýningar af einhverju tagi. Þó að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi ekki komið til Íslands á árinu sem er að líða, a.m.k. eftir því sem Vísir kemst næst, verður hann að teljast til Íslandsvina ársins sökum gríðarlegs áhuga landans á tónleikum hans sem haldnir verða í ágúst á næsta ári. Þrjátíu þúsund miðar seldust á örskömmum tíma á fyrri tónleika Sheerans og fljótlega var tilkynnt um aukatónleika.Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi.Getty/Dave BenettÞetta verður ekki í fyrsta skipti sem Sheeran kemur til Íslands en hann fagnaði 25 ára afmæli sínu hér á landi árið 2016. Þá virðist Sheeran bera sérstakar taugar til okkar á fróni en hann tróð upp í treyju íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á góðgerðarviðburði í júní á þessu ári. Það eitt og sér gerir hann svo sannarlega gjaldgengan í hóp allra nánustu Íslandsvina ársins 2018.„Sjáumst aftur fyrr en síðar“ Það fór svo eflaust ekki fram hjá neinum, í það minnsta ekki íbúum í Laugardal og nágrenni, þegar rokkhljómsveitin Guns N‘Roses blés til tónleika í Laugardalshöll þann 24. júlí. Tæplega 27 þúsund miðar voru í boði á tónleikana, tuttugu og tveggja metra hátt svið var reist á Laugardalsvelli og fyrstu aðdáendur mættu klukkan sex um morguninn í röð fyrir utan tónleikasvæðið. Liðsmenn sveitarinnar, þar á meðal goðsagnirnar Slash og Axl Rose, lýstu yfir ánægju sinni með Íslendinga en sá fyrrnefndi tjáði landsmönnum að hann hygðist sjá þá aftur fyrr en síðar. Þá hvíldu hljómsveitarmeðlimir lúin bein í nokkra daga hér á landi að tónleikunum loknum. View this post on InstagramHappy Birthday @slash #axlrose #slash #gnr #gunsnroses #GnFnR #RnFnR #notinthislifetime #NighTrain #happybday #happybirthday A post shared by Axl Rose Guns N' Roses (@official_axlrose) on Jul 24, 2018 at 7:48pm PDT Þá mættu fleiri heimsfrægir tónlistarmenn í Laugardalinn í sumar vegna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Þar ber helst að nefna bresku goðsögnina Bonnie Tyler, bandaríska rapparann Gucci Mane, breskan starfsbróður hans Stormzy og rafhljómsveitina Clean Bandit.Sund í Neslauginni eftir stórtónleika Kanadíska indírokksveitin Arcade Fire hélt stórtónleika í Laugardalshöll þriðjudaginn 21. ágúst. Íslendingar fjölmenntu á tónleikana en meðlimir hljómsveitarinnar gerðu sig heimakomna og eyddu nokkrum frídögum sínum hér á landi. Þannig tjáði Tim Kingsbury bassaleikari Arcade Fire Fréttablaðinu að sveitin hefði lengi viljað halda tónleika á Íslandi og að meðlimir hennar hygðust skoða sig um og kynnast landi og þjóð. Það gerði söngvari hljómsveitarinnar, Win Butler, svo sannarlega en hann skellti sér í sund í Neslauginni daginn eftir tónleikana og degi síðar þeytti hann skífum á skemmtistaðnum Húrra fyrir íslenska djammara.Frá tónleikum Arcade Fire í Laugardalshöll í ágúst.Vísir/tryggvi PállAuðmjúkur grínisti og ísköld drottning Það voru þó ekki aðeins tónlistarmenn sem skemmtu Íslendingum á árinu. Bandaríski grínistinn og leikarinn Kevin Hart kitlaði hláturtaugar landans með uppistandi sínu í byrjun september. Hart þakkaði Íslendingum auðmjúkur fyrir komuna í Laugardalshöll með kveðju á Facebook áður en hann hélt af landi brott. Þá gerði Margrét Þórhildur Danadrottning sér ferð til Íslands í byrjun desember til að fagna hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. Margrét var einn heiðursgesta hátíðarinnar en danska slúðurblaðið Her & Nu hafði töluverðar áhyggjur af líðan drottningarinnar þar sem hún sat fyrir framan Stjórnarráðið þann 1. desember. „Ísköld og skilin ein eftir,“ stóð á forsíðu blaðsins sem einnig skartaði mynd af Margréti við umrætt tilefni.Ehehehehe pic.twitter.com/zAJXU0zRH0— Ragna Bjarnadóttir (@ragnabjarna) December 6, 2018 Umdeildir Íslandsvinir og þeir allra nánustu Hægt væri að færa rök fyrir því að viðskiptajöfurinn og sjálfskipaður „faðir lággjaldalíkansins“, Bill Franke, sé Íslandsvinur ársins númer eitt. Franke er stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners sem fjárfesti í íslenska flugfélaginu WOW Air – og bjargaði því frá falli, verði skilyrði fjárfestingarinnar uppfyllt. Ljóst er að íhlutun Franke, sem kom hingað til lands og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW Air í Reykjavík í vetur, hefur komið sér vel fyrir íslenskan efnahag.Jim Ratcliffe.vísir/gettyAnnar viðskiptamaður sem látið hefur til sín taka á Íslandi í ár er breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Í ár herti Ratcliffe m.a. tökin á jörðum í Vopnafirði og keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing. Vaxandi ítök Ratcliffes eru umdeild en heimamenn eystra hafa lýst því hvernig tilraunir hans til jarðakaupa hafi framkallað deilur innan fjölskyldna. Áhugi Ratcliffe á Íslandi gæti því skipað honum í hóp „Íslandsóvina“ í einhverjum bókum. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er annar umdeildur Íslandsvinur. Hún kom til Íslands í boði Alþingis og hélt ræðu við hátíðarfund á Þingvöllum í júlí. Pia hefur verið gagnrýnd fyrir stefnu flokks síns í málefnum innflytjenda og orðræðu sinnar gegn fjölmenningu og íslam. Þingmenn Pírata sniðgengu hátíðarfundinn vegna þátttöku Piu og þá gekk Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, út af fundinum þegar Pia tók til máls. Sjálf sagði Pia hegðun íslensku þingmannanna fáránlega og til skammar og því ljóst að grunnt er á vinskapnum á fáeinum vígstöðvum.Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum.Fréttablaðið/EyþórÞað eru þó líklega flestir sammála um það að hinn 82 ára Svisslendingur Florian Rutz sé einn traustasti Íslandsvinur af öllum sem nefndir hafa verið hér á undan. Fréttablaðið ræddi við Rutz í sumar en þá var hann staddur hér í sinni þrítugustu heimsókn. Rutz kom fyrst til Íslands árið 1975 og hefur samtals dvalið hér á landi í 550 daga. „Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ sagði Rutz í samtali við Fréttablaðið.Hjartaknúsarar á íslenskum áramótum Fyrstu stjörnurnar í einkaerindum tóku að tínast til Íslands strax um síðustu áramót og gera má ráð fyrir því að heimsóknirnar hafi staðið fram á hið nýja ár 2018. Þannig voru fluttar fréttir af því að bresku stórleikararnir og hjartaknúsararnir Benedict Cumberbatch og Rupert Grint hefðu notið áramótanna á Íslandi. Grint snæddi meðal annars kvöldverð á veitingastaðnum Kopar á gamlárskvöld í fyrra og Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfðu og þykka bók undir handleggnum. Mark Hoppus bassaleikari Blink 182 varði áramótunum 2017-2018 einnig á Íslandi. Hoppus tók púlsinn á náttúruperlunum Gullfossi og Geysi, auk þess sem hann var himinlifandi með beyglaða númeraplötu sem hann fann í vélsleðaferð uppi á jökli.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta bara Loksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Knattspyrnugoð í heitum potti og umdeildur piparsveinn Íslandsheimsókn knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo í mars vakti einna mesta athygli allra slíkra heimsókna á árinu. Hann ferðaðist hingað til lands ásamt kærustu sinni, Georginu Rodriguez, en parið birti fjölda mynda af ferðalaginu á Instagram.Þar sáust þau m.a. flatmaga í heitum potti með íslenska fjallasýn í bakgrunni, fljúga um landið á þyrlu, rúnta á vélsleða og fá sér kaffi í kuldanum. „Magnaður dagur,“ skrifaði knattspyrnumaðurinn knái við eina myndina úr ferðinni. View this post on InstagramAmazing day A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Mar 12, 2018 at 11:55am PDT Um sama leyti og Ronaldo og frú dvöldu á Íslandi kíkti ein umdeildasta persóna bandarísks raunveruleikasjónvarps í heimsókn. Piparsveinninn Arie Luyendyk úr samnefndum þáttum, The Bachelor, sást spóka sig á Laugaveginum ásamt unnustu sinni, Lauren Burnham. Sú hafnaði upphaflega í öðru sæti en fangaði að lokum hjarta hins umdeilda piparsveins.Luyendyk og Burnham fóru síðar fögrum orðum um Íslandsdvölina í viðtali við bandaríska tímaritið People. Þau sögðust hafa keyrt um landið á bílaleigubíl og voru ákaflega hrifin af útsýninu, ef marka má eftirfarandi ummæli Burnham: „Íslenska landslagið lætur þér líða eins og þú sért á annarri plánetu.“ View this post on InstagramCold hands, warm hearts. A post shared by Lauren Burnham (@laureneburnham) on Mar 14, 2018 at 2:44pm PDTKrónprins djammaði með pöpulnum Þá glöddust íslenskir aðdáendur sjónvarpsþáttanna The Breaking Bad eflaust um miðbik marsmánaðar en aðalleikari þáttanna, hinn bandaríski Bryan Cranston, greindi þá frá því á Instagram-reikningi sínum að hann væri staddur á Íslandi. Þar sagði hann fylgjendum sínum frá skoplegu óhappi er varðaði ferðatannbursta, sem hann hafði í fórum sínum vegna þess að hann var á ferðalagi um Ísland, og fótasmyrsl. View this post on InstagramAt least I won’t get athlete’s mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT Í apríl gerði Friðrik krónprins af Danmörku sér ferð til Íslands ásamt fríðu föruneyti. Hann snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Snaps í miðborg Reykjavíkur og tók vel í myndatökur með konungshollum Íslendingum. Þá veigraði prinsinn sér ekki við því að kíkja út á lífið með almúganum á skemmtistaðnum Pablo Discobar.Travolta setti X við D Þá sást til stórleikarans John Travolta úti að borða á hótelbarnum 101 í miðborg Reykjavíkur í maí. Travolta millilenti á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna frá kvikmyndahátíðinni í Cannes en þrátt fyrir stutt stopp náði hann að blanda sér í íslenska borgarpólitík. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þá stóð í kosningabaráttu, hitti Travolta á 101-bar og fékk hann til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn. Myndband þess efnis var birt á Instagram-reikningi Sjálfstæðisflokksins og hefur eflaust skilað nokkrum atkvæðum í kassann. View this post on InstagramMikilvæg skilaboð frá John Travolta: “I gather there’s only one party and that’s XD” A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) on May 18, 2018 at 1:05am PDTFrægir Bretar óðir í laxveiði Í lok júní skellti knattspyrnumaðurinn David Beckham sér til Íslands – og ekki í fyrsta skipti. Hann skrásetti ferðina rækilega á Instagram en hann var hér við laxveiði í Norðurá ásamt vini sínum, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og öðrum Íslandsvini, kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.Beckham lýsti yfir ást sinni á landinu og laxinum í færslum á samfélagsmiðlum og virtist skemmta sér afar vel með Björgólfi og Ritchie. Skömmu síðar, í byrjun júlí, fór annar heimsfrægur Breti í laxveiði í íslenskri á: stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Hann dásamaði íslenska laxinn á Instagram og fór svo út að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugavegi. View this post on InstagramCatch of the day ! The best salmon in the world #iceland A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jul 6, 2018 at 9:25pm PDTÆvintýri á jöklum Þá fóru bæði Julie Bowen og ofurfyrirsætan Ashley Graham upp á íslenska jökla í sumar, þó með um mánaðarmillibili. Bowen, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Modern Family, kom hingað til lands í júlí ásamt sonum sínum og flúði þar með svæsna hitabylgju sem þá geisaði í Los Angeles.Graham kom hingað ásamt eiginmanni sínum og deildi ævintýrum sínum á Íslandi með aðdáendum sínum. Hún greindi til að mynda frá því að hún hefði ekki aðeins fallið í sprungu á Vatnajökli heldur jafnframt pissað á jökulinn í einu snjósleðastoppinu. View this post on InstagramThank you @mountaineersoficeland for the glacier ride A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) on Aug 6, 2018 at 11:33am PDTGrínleikkona og boxari í Bláa lóninu Ástralska leikkonan Rebel Wilson naut lífsins hér á landi í góðra vina hópi í ágúst. Hún var yfir sig hrifin af Íslandi og birti myndir frá ferð sinni um Suðurland þar sem hún gæddi sér á vínarbrauði úr alíslensku bakaríi. Þá svamlaði hún í Bláa lóninu og lýsti yfir hrifningu sinni á nýjú Retreat-hóteli við Bláa lónið – en tók sérstaklega fram að færslan væri ekki kostuð. Þá kom hnefaleikakappinn Floyd Mayweather einnig við í Bláa lóninu þegar hann ferðaðist til Íslands í byrjun október.Bandaríska leikkonan Shailene Woodley kom til Íslands sem meðlimur dómnefndar alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Fil Festival í október. Hún settist niður með blaðamanni Vísis á meðan dvöl hennar stóð og sagðist m.a. aldrei hafa upplifað jafnmikla kyrrð og ró og í íslenskri náttúru. View this post on InstagramLife is all about experiencing different things. So, I decided to come check out Iceland. It is one of the most sought out countries for hot springs. What better place than the Blue Lagoon to experience first while in Iceland. #Iceland #BlueLagoon A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Oct 3, 2018 at 1:45am PDTEfron furðaði sig á sjóðandi hveravatni Þá ferðaðist samlandi hennar, leikarinn Zac Efron, hingað til lands í október. Samkvæmt heimildum Vísis var hann m.a. staddur hér við tökur á sjónvarpsþáttum en hann hélt einnig upp á 31 árs afmæli sitt í Íslandsferðinni. Þá birti hann myndband úr ferðinni nokkru síðar þar sem hann sést furða sig á einu af undrum íslenskrar náttúru: sjóðandi hveravatni.Bandaríska athafnakonan og fyrirsætan Blac Chyna kom einnig til Íslands í desember. Hún virðist hafa staldrað stutt við en þó nógu lengi til að birta mynd af sér í einni af lúxussvítum Bláa lónsins. Hollywood-stjarnan Ezra Miller er líklega einn tryggasti aðdáandi Íslands úr röðum starfsbræðra sinna og -systra í bransanum vestanhafs. Miller hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og sótti landið heim a.m.k. tvisvar árið 2018. Í fyrra skiptið gerði hann sér lítið fyrir og mætti í 80‘s-gleðskap í ÍR-heimilinu í fylgd íslenskra vina sinna í nóvember síðastliðnum. Þá sást til hans í miðbæ Reykjavíkur í sömu heimsókn en hann spókaði sig einnig í miðborginni þegar hann kom aftur til Íslands nú skömmu fyrir jól. View this post on InstagramÞað að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Ed Sheeran á Íslandi Fréttir ársins 2018 Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Ísland hefur stimplað sig rækilega inn sem áfangastaður ferðamanna síðustu ár en árið 2018 fór ekki varhluta af slíkum heimsóknum. Á meðal þeirra sem ferðast hafa til Íslands á árinu eru stjörnur úr heimi leiklistar, tónlistar, íþrótta og viðskipta – sumar konungbornar, aðrar ekki. Í eftirfarandi samantekt, sem þó er að öllum líkindum ekki tæmandi, má finna helstu Íslandsvini ársins 2018.Tryggði sér sæti á listanum með íslensku treyjunni Íslandsvinirnir koma gjarnan hingað til lands vegna vinnu sinnar sem felur einkum í sér tónleikahald eða sýningar af einhverju tagi. Þó að breski tónlistarmaðurinn Ed Sheeran hafi ekki komið til Íslands á árinu sem er að líða, a.m.k. eftir því sem Vísir kemst næst, verður hann að teljast til Íslandsvina ársins sökum gríðarlegs áhuga landans á tónleikum hans sem haldnir verða í ágúst á næsta ári. Þrjátíu þúsund miðar seldust á örskömmum tíma á fyrri tónleika Sheerans og fljótlega var tilkynnt um aukatónleika.Ed Sheeran á tónleikum í íslenskum landsliðsbúningi.Getty/Dave BenettÞetta verður ekki í fyrsta skipti sem Sheeran kemur til Íslands en hann fagnaði 25 ára afmæli sínu hér á landi árið 2016. Þá virðist Sheeran bera sérstakar taugar til okkar á fróni en hann tróð upp í treyju íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á góðgerðarviðburði í júní á þessu ári. Það eitt og sér gerir hann svo sannarlega gjaldgengan í hóp allra nánustu Íslandsvina ársins 2018.„Sjáumst aftur fyrr en síðar“ Það fór svo eflaust ekki fram hjá neinum, í það minnsta ekki íbúum í Laugardal og nágrenni, þegar rokkhljómsveitin Guns N‘Roses blés til tónleika í Laugardalshöll þann 24. júlí. Tæplega 27 þúsund miðar voru í boði á tónleikana, tuttugu og tveggja metra hátt svið var reist á Laugardalsvelli og fyrstu aðdáendur mættu klukkan sex um morguninn í röð fyrir utan tónleikasvæðið. Liðsmenn sveitarinnar, þar á meðal goðsagnirnar Slash og Axl Rose, lýstu yfir ánægju sinni með Íslendinga en sá fyrrnefndi tjáði landsmönnum að hann hygðist sjá þá aftur fyrr en síðar. Þá hvíldu hljómsveitarmeðlimir lúin bein í nokkra daga hér á landi að tónleikunum loknum. View this post on InstagramHappy Birthday @slash #axlrose #slash #gnr #gunsnroses #GnFnR #RnFnR #notinthislifetime #NighTrain #happybday #happybirthday A post shared by Axl Rose Guns N' Roses (@official_axlrose) on Jul 24, 2018 at 7:48pm PDT Þá mættu fleiri heimsfrægir tónlistarmenn í Laugardalinn í sumar vegna tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice. Þar ber helst að nefna bresku goðsögnina Bonnie Tyler, bandaríska rapparann Gucci Mane, breskan starfsbróður hans Stormzy og rafhljómsveitina Clean Bandit.Sund í Neslauginni eftir stórtónleika Kanadíska indírokksveitin Arcade Fire hélt stórtónleika í Laugardalshöll þriðjudaginn 21. ágúst. Íslendingar fjölmenntu á tónleikana en meðlimir hljómsveitarinnar gerðu sig heimakomna og eyddu nokkrum frídögum sínum hér á landi. Þannig tjáði Tim Kingsbury bassaleikari Arcade Fire Fréttablaðinu að sveitin hefði lengi viljað halda tónleika á Íslandi og að meðlimir hennar hygðust skoða sig um og kynnast landi og þjóð. Það gerði söngvari hljómsveitarinnar, Win Butler, svo sannarlega en hann skellti sér í sund í Neslauginni daginn eftir tónleikana og degi síðar þeytti hann skífum á skemmtistaðnum Húrra fyrir íslenska djammara.Frá tónleikum Arcade Fire í Laugardalshöll í ágúst.Vísir/tryggvi PállAuðmjúkur grínisti og ísköld drottning Það voru þó ekki aðeins tónlistarmenn sem skemmtu Íslendingum á árinu. Bandaríski grínistinn og leikarinn Kevin Hart kitlaði hláturtaugar landans með uppistandi sínu í byrjun september. Hart þakkaði Íslendingum auðmjúkur fyrir komuna í Laugardalshöll með kveðju á Facebook áður en hann hélt af landi brott. Þá gerði Margrét Þórhildur Danadrottning sér ferð til Íslands í byrjun desember til að fagna hundrað ára fullveldisafmæli Íslendinga. Margrét var einn heiðursgesta hátíðarinnar en danska slúðurblaðið Her & Nu hafði töluverðar áhyggjur af líðan drottningarinnar þar sem hún sat fyrir framan Stjórnarráðið þann 1. desember. „Ísköld og skilin ein eftir,“ stóð á forsíðu blaðsins sem einnig skartaði mynd af Margréti við umrætt tilefni.Ehehehehe pic.twitter.com/zAJXU0zRH0— Ragna Bjarnadóttir (@ragnabjarna) December 6, 2018 Umdeildir Íslandsvinir og þeir allra nánustu Hægt væri að færa rök fyrir því að viðskiptajöfurinn og sjálfskipaður „faðir lággjaldalíkansins“, Bill Franke, sé Íslandsvinur ársins númer eitt. Franke er stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners sem fjárfesti í íslenska flugfélaginu WOW Air – og bjargaði því frá falli, verði skilyrði fjárfestingarinnar uppfyllt. Ljóst er að íhlutun Franke, sem kom hingað til lands og fundaði með Skúla í höfuðstöðvum WOW Air í Reykjavík í vetur, hefur komið sér vel fyrir íslenskan efnahag.Jim Ratcliffe.vísir/gettyAnnar viðskiptamaður sem látið hefur til sín taka á Íslandi í ár er breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, sem ásælst hefur jarðir á Norðausturlandi með það að yfirlýstu markmiði að komast yfir laxveiðiréttindi. Í ár herti Ratcliffe m.a. tökin á jörðum í Vopnafirði og keypti eignarhaldsfélagið Grænaþing. Vaxandi ítök Ratcliffes eru umdeild en heimamenn eystra hafa lýst því hvernig tilraunir hans til jarðakaupa hafi framkallað deilur innan fjölskyldna. Áhugi Ratcliffe á Íslandi gæti því skipað honum í hóp „Íslandsóvina“ í einhverjum bókum. Pia Kjærsgaard, forseti danska þingsins, er annar umdeildur Íslandsvinur. Hún kom til Íslands í boði Alþingis og hélt ræðu við hátíðarfund á Þingvöllum í júlí. Pia hefur verið gagnrýnd fyrir stefnu flokks síns í málefnum innflytjenda og orðræðu sinnar gegn fjölmenningu og íslam. Þingmenn Pírata sniðgengu hátíðarfundinn vegna þátttöku Piu og þá gekk Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, út af fundinum þegar Pia tók til máls. Sjálf sagði Pia hegðun íslensku þingmannanna fáránlega og til skammar og því ljóst að grunnt er á vinskapnum á fáeinum vígstöðvum.Florian Rutz hefur komið til Íslands þrjátíu sinnum.Fréttablaðið/EyþórÞað eru þó líklega flestir sammála um það að hinn 82 ára Svisslendingur Florian Rutz sé einn traustasti Íslandsvinur af öllum sem nefndir hafa verið hér á undan. Fréttablaðið ræddi við Rutz í sumar en þá var hann staddur hér í sinni þrítugustu heimsókn. Rutz kom fyrst til Íslands árið 1975 og hefur samtals dvalið hér á landi í 550 daga. „Það hafði alltaf verið draumur minn að ferðast á norðurslóðum. Svisslendingar halda vanalega suður á bóginn en Ísland og Grænland höfðuðu alltaf til mín. Fólk sagði að ég væri óður að vilja ferðast til Íslands,“ sagði Rutz í samtali við Fréttablaðið.Hjartaknúsarar á íslenskum áramótum Fyrstu stjörnurnar í einkaerindum tóku að tínast til Íslands strax um síðustu áramót og gera má ráð fyrir því að heimsóknirnar hafi staðið fram á hið nýja ár 2018. Þannig voru fluttar fréttir af því að bresku stórleikararnir og hjartaknúsararnir Benedict Cumberbatch og Rupert Grint hefðu notið áramótanna á Íslandi. Grint snæddi meðal annars kvöldverð á veitingastaðnum Kopar á gamlárskvöld í fyrra og Cumberbatch sást á vappi niður Hverfisgötu með hatt á höfðu og þykka bók undir handleggnum. Mark Hoppus bassaleikari Blink 182 varði áramótunum 2017-2018 einnig á Íslandi. Hoppus tók púlsinn á náttúruperlunum Gullfossi og Geysi, auk þess sem hann var himinlifandi með beyglaða númeraplötu sem hann fann í vélsleðaferð uppi á jökli.Þjónaði honum og átta manna crew-inu hans í gær, hellti mikið niður því ég titraði svo þegar ég var að hella í glösin en jæja svona er þetta bara Loksins hefur það borgað sig að vinna erfiðustu vakt ársins, gleðilegt nýtt ár allir pic.twitter.com/q6IdyCz92S— ElínkLára (@ellaskviz) January 1, 2018 Knattspyrnugoð í heitum potti og umdeildur piparsveinn Íslandsheimsókn knattspyrnugoðsins Cristiano Ronaldo í mars vakti einna mesta athygli allra slíkra heimsókna á árinu. Hann ferðaðist hingað til lands ásamt kærustu sinni, Georginu Rodriguez, en parið birti fjölda mynda af ferðalaginu á Instagram.Þar sáust þau m.a. flatmaga í heitum potti með íslenska fjallasýn í bakgrunni, fljúga um landið á þyrlu, rúnta á vélsleða og fá sér kaffi í kuldanum. „Magnaður dagur,“ skrifaði knattspyrnumaðurinn knái við eina myndina úr ferðinni. View this post on InstagramAmazing day A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) on Mar 12, 2018 at 11:55am PDT Um sama leyti og Ronaldo og frú dvöldu á Íslandi kíkti ein umdeildasta persóna bandarísks raunveruleikasjónvarps í heimsókn. Piparsveinninn Arie Luyendyk úr samnefndum þáttum, The Bachelor, sást spóka sig á Laugaveginum ásamt unnustu sinni, Lauren Burnham. Sú hafnaði upphaflega í öðru sæti en fangaði að lokum hjarta hins umdeilda piparsveins.Luyendyk og Burnham fóru síðar fögrum orðum um Íslandsdvölina í viðtali við bandaríska tímaritið People. Þau sögðust hafa keyrt um landið á bílaleigubíl og voru ákaflega hrifin af útsýninu, ef marka má eftirfarandi ummæli Burnham: „Íslenska landslagið lætur þér líða eins og þú sért á annarri plánetu.“ View this post on InstagramCold hands, warm hearts. A post shared by Lauren Burnham (@laureneburnham) on Mar 14, 2018 at 2:44pm PDTKrónprins djammaði með pöpulnum Þá glöddust íslenskir aðdáendur sjónvarpsþáttanna The Breaking Bad eflaust um miðbik marsmánaðar en aðalleikari þáttanna, hinn bandaríski Bryan Cranston, greindi þá frá því á Instagram-reikningi sínum að hann væri staddur á Íslandi. Þar sagði hann fylgjendum sínum frá skoplegu óhappi er varðaði ferðatannbursta, sem hann hafði í fórum sínum vegna þess að hann var á ferðalagi um Ísland, og fótasmyrsl. View this post on InstagramAt least I won’t get athlete’s mouth! A post shared by Bryan Cranston (@bryancranston) on Mar 15, 2018 at 1:54pm PDT Í apríl gerði Friðrik krónprins af Danmörku sér ferð til Íslands ásamt fríðu föruneyti. Hann snæddi kvöldverð á veitingastaðnum Snaps í miðborg Reykjavíkur og tók vel í myndatökur með konungshollum Íslendingum. Þá veigraði prinsinn sér ekki við því að kíkja út á lífið með almúganum á skemmtistaðnum Pablo Discobar.Travolta setti X við D Þá sást til stórleikarans John Travolta úti að borða á hótelbarnum 101 í miðborg Reykjavíkur í maí. Travolta millilenti á Íslandi á leið sinni til Bandaríkjanna frá kvikmyndahátíðinni í Cannes en þrátt fyrir stutt stopp náði hann að blanda sér í íslenska borgarpólitík. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem þá stóð í kosningabaráttu, hitti Travolta á 101-bar og fékk hann til að lýsa yfir stuðningi við flokkinn. Myndband þess efnis var birt á Instagram-reikningi Sjálfstæðisflokksins og hefur eflaust skilað nokkrum atkvæðum í kassann. View this post on InstagramMikilvæg skilaboð frá John Travolta: “I gather there’s only one party and that’s XD” A post shared by Sjálfstæðisflokkurinn (@sjalfstaedis) on May 18, 2018 at 1:05am PDTFrægir Bretar óðir í laxveiði Í lok júní skellti knattspyrnumaðurinn David Beckham sér til Íslands – og ekki í fyrsta skipti. Hann skrásetti ferðina rækilega á Instagram en hann var hér við laxveiði í Norðurá ásamt vini sínum, Björgólfi Thor Björgólfssyni, og öðrum Íslandsvini, kvikmyndaleikstjóranum Guy Ritchie.Beckham lýsti yfir ást sinni á landinu og laxinum í færslum á samfélagsmiðlum og virtist skemmta sér afar vel með Björgólfi og Ritchie. Skömmu síðar, í byrjun júlí, fór annar heimsfrægur Breti í laxveiði í íslenskri á: stjörnukokkurinn Gordon Ramsey. Hann dásamaði íslenska laxinn á Instagram og fór svo út að borða á veitingastaðnum Sumac á Laugavegi. View this post on InstagramCatch of the day ! The best salmon in the world #iceland A post shared by Gordon Ramsay (@gordongram) on Jul 6, 2018 at 9:25pm PDTÆvintýri á jöklum Þá fóru bæði Julie Bowen og ofurfyrirsætan Ashley Graham upp á íslenska jökla í sumar, þó með um mánaðarmillibili. Bowen, sem þekktust er fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Modern Family, kom hingað til lands í júlí ásamt sonum sínum og flúði þar með svæsna hitabylgju sem þá geisaði í Los Angeles.Graham kom hingað ásamt eiginmanni sínum og deildi ævintýrum sínum á Íslandi með aðdáendum sínum. Hún greindi til að mynda frá því að hún hefði ekki aðeins fallið í sprungu á Vatnajökli heldur jafnframt pissað á jökulinn í einu snjósleðastoppinu. View this post on InstagramThank you @mountaineersoficeland for the glacier ride A post shared by A S H L E Y G R A H A M (@ashleygraham) on Aug 6, 2018 at 11:33am PDTGrínleikkona og boxari í Bláa lóninu Ástralska leikkonan Rebel Wilson naut lífsins hér á landi í góðra vina hópi í ágúst. Hún var yfir sig hrifin af Íslandi og birti myndir frá ferð sinni um Suðurland þar sem hún gæddi sér á vínarbrauði úr alíslensku bakaríi. Þá svamlaði hún í Bláa lóninu og lýsti yfir hrifningu sinni á nýjú Retreat-hóteli við Bláa lónið – en tók sérstaklega fram að færslan væri ekki kostuð. Þá kom hnefaleikakappinn Floyd Mayweather einnig við í Bláa lóninu þegar hann ferðaðist til Íslands í byrjun október.Bandaríska leikkonan Shailene Woodley kom til Íslands sem meðlimur dómnefndar alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar Reykjavík International Fil Festival í október. Hún settist niður með blaðamanni Vísis á meðan dvöl hennar stóð og sagðist m.a. aldrei hafa upplifað jafnmikla kyrrð og ró og í íslenskri náttúru. View this post on InstagramLife is all about experiencing different things. So, I decided to come check out Iceland. It is one of the most sought out countries for hot springs. What better place than the Blue Lagoon to experience first while in Iceland. #Iceland #BlueLagoon A post shared by Floyd Mayweather (@floydmayweather) on Oct 3, 2018 at 1:45am PDTEfron furðaði sig á sjóðandi hveravatni Þá ferðaðist samlandi hennar, leikarinn Zac Efron, hingað til lands í október. Samkvæmt heimildum Vísis var hann m.a. staddur hér við tökur á sjónvarpsþáttum en hann hélt einnig upp á 31 árs afmæli sitt í Íslandsferðinni. Þá birti hann myndband úr ferðinni nokkru síðar þar sem hann sést furða sig á einu af undrum íslenskrar náttúru: sjóðandi hveravatni.Bandaríska athafnakonan og fyrirsætan Blac Chyna kom einnig til Íslands í desember. Hún virðist hafa staldrað stutt við en þó nógu lengi til að birta mynd af sér í einni af lúxussvítum Bláa lónsins. Hollywood-stjarnan Ezra Miller er líklega einn tryggasti aðdáandi Íslands úr röðum starfsbræðra sinna og -systra í bransanum vestanhafs. Miller hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og sótti landið heim a.m.k. tvisvar árið 2018. Í fyrra skiptið gerði hann sér lítið fyrir og mætti í 80‘s-gleðskap í ÍR-heimilinu í fylgd íslenskra vina sinna í nóvember síðastliðnum. Þá sást til hans í miðbæ Reykjavíkur í sömu heimsókn en hann spókaði sig einnig í miðborginni þegar hann kom aftur til Íslands nú skömmu fyrir jól. View this post on InstagramÞað að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Ed Sheeran á Íslandi Fréttir ársins 2018 Íslandsvinir Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Fleiri fréttir „Þetta er eins og að spyrja hvort ég sé til í að ganga í Ku Klux Klan“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira