Jólagjöfin í ár Hörður Ægisson skrifar 28. desember 2018 08:00 Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Skjótt skipast veður í lofti. Eftir stöðugar verðhækkanir var heimsmarkaðsverðið á hráolíu komið yfir 80 Bandaríkjadali í lok september og hafði ekki verið hærra í um fjögur ár. Þrátt fyrir að hafa hækkað um liðlega 30 prósent fyrstu níu mánuði ársins töldu flestir greinendur, sökum þess að útlit væri fyrir skort á framboði, engar olíuverðslækkanir vera í spákortunum heldur stæðu fremur líkur til þess að verðið myndi halda áfram að hækka á næstu mánuðum. Fyrir íslensku flugfélögin, sem hafa staðið höllum fæti og þurfa að greiða jafnvirði um 60 milljarða króna fyrir þotueldsneyti á þessu ári, voru þetta sérstaklega váleg tíðindi. Sem betur fer gengu spárnar ekki eftir heldur hefur heimsmarkaðsverð á olíu þess í stað hrunið um nærri 40 prósent á aðeins tæplega þremur mánuðum og stendur núna í um 53 dölum fatið. Hvað gerðist? Orsakirnar eru auðvitað margþættar en skyndilegt offramboð af olíu, einkum vegna aukinnar framleiðslu vestanhafs, ásamt væntingum um minni eftirspurn og hægari vöxt í alþjóðahagkerfinu sökum viðskiptastríðs Bandaríkjanna og Kína skýra ekki hvað síst þetta mikla verðfall. Þá hefur ákvörðun aðildarríkja OPEC, samtaka olíuframleiðsluríkja, um að draga úr framleiðslu sinni í því skyni að reyna að vinna gegn frekari lækkun á olíuverði ekki skilað tilætluðum árangri. Brynjólfur Stefánsson, sérfræðingur í hrávörum hjá Íslandssjóðum, benti einnig á það í samtali við Fréttablaðið fyrir skemmstu að mörg ríki hefðu búið sig undir stífar viðskiptaþvinganir Bandaríkjastjórnar gagnvart stjórnvöldum í Íran með því að bæta hjá sér birgðastöðuna. Þegar á hólminn var komið reyndust aðgerðirnar mun vægari en haldið var í fyrstu – og með þeim afleiðingum að olíuverð tók að lækka mjög skarpt. Fáar þjóðir nota jafn mikið af olíu og Íslendingar á hvern íbúa. Sveiflur á olíuverði hafa því gríðarmikil áhrif á allt íslenskt efnahagslíf en olíunotkun Íslendinga hefur stóraukist – um 40 prósent frá 2010 – samhliða vexti ferðaþjónustunnar. Þar skipta flugsamgöngur mestu máli en olíunotkun flugfélaganna hefur þrefaldast á aðeins sjö árum og í fyrra stóðu þau undir um 38 prósentum af heildarolíunotkun. Mikil verðlækkun á olíu kemur sér því vel fyrir flugfélögin, ekki hvað síst WOW air sem hefur ekki varið eldneytiskaup sín fyrir sveiflum í olíuverði. Áætlað er að fyrir hverja tíu prósenta lækkun á þotueldsneyti hafi það jákvæð áhrif á afkomu Icelandair og WOW air sem nemur um 1.500 til 2.000 milljónum á ársgrundvelli. Það munar um minna á tímum þegar félögin hafa verið að berjast í bökkum. Það eru auðvitað ekki aðeins fyrirtækin sem njóta góðs af lægra olíuverði. Ávinningurinn fyrir heimilin er ekki síðri þar sem verð á ýmsum innfluttum vörum ætti að fara lækkandi og þrýstingur til aukinnar verðbólgu að sama skapi að minnka. Tímasetningin gæti vart verið betri enda er verðbólgan nú að nálgast fjögur prósent – og hefur ekki mælst hærri í fjögur ár – sem stafar ekki síst af miklum olíuverðshækkunum síðustu misseri og veikingu krónunnar. Flestir hafa talið að Seðlabankinn verði í vaxtahækkunarham á nýju ári, meðal annars vegna hækkandi hrávöruverðs, en samkvæmt grunnspá bankans gerir hann ráð fyrir að olíuverð verði í kringum 80 dali á árinu 2019. Haldist verðið hins vegar á svipuðum slóðum og nú mun það auka líkur á að til þess þurfi ekki að koma. Hríðlækkandi olíuverð er því réttnefnd jólagjöfin í ár fyrir íslensku eyðsluklóna.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun