Ekki öruggt að stærstu stjörnurnar keppi á Crossfit-mótinu í Reykjavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. desember 2018 14:00 Frá blaðamannafundinum í dag. Vísir Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10. CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Á blaðamannafundi í dag var kynnt alþjóðlegt Crossfit-mót sem fer fram á Íslandi dagana 3.-5. maí næstkomandi. Um er að ræða eitt af sextán alþjóðlegum mótum þar sem í boði er farseðill á heimsleikana í ár. Fjórar stærstu Crossfit-stjörnur Íslands sátu fyrir svörum á fundinum - þau Björgvin Karl Guðmundsson, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Annie Mist Þórisdóttir og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Fyrsta mótið af þeim sextán fór fram í Dúbæ í desember og þar varð Björgvin Karl í öðru sæti í karlaflokki og Sara í þriðja sæti í kvennaflokki. Aðeins sigurvegari hvers móts kemst á heimsleikana sjálfa en einnig verður hægt að komast inn á mótið í gegnum „The Open“ sem fer fram í febrúar og mars. „Miðað við þann árangur sem við höfum náð í íþróttinni finnst mér ótrúlegt að við höfum ekki fengið að halda mót fyrr,“ sagði Björgvin Karl við Vísi í dag. „Nú sjáum við fram á að geta haldið mót með fullt af áhorfendum og sterkum keppendum víðs vegar að úr heiminum.“ Katrín Tanja er tvöfaldur heimsmeistari íþróttinni og segir að það sé mikill heiður að svo sterkt mót verði haldið hér á landi. „Útlendingum finnst Ísland ótrúlega spennandi og ég er oft spurð að því hvað sé í vatninu hjá okkur og af hverju við höfum náð þessum árangri,“ sagði hún. „Ég held að þetta verði vinsælt mót hjá keppendum enda í lok tímabilsins þar sem fólk verður í kapphlaupi við að tryggja sig inn á heimsleikana.“ Óvíst er um þátttöku þeirra fjögurra sem voru á fundinum í dag en það mun ráðast af því hvort að þau verða komin með keppnisrétt á heimsleikunum þegar kemur að mótinu á Íslandi. „Ég get ekki staðfest strax að ég muni keppa á þessu móti en það kemur í ljós þegar líður á tímabilið. Það eina sem ég hef planað er mót í Afríku í lok janúar og mitt markmið er að koma mér strax á heimsleikana þar. Svo sér maður til hvar maður kepppir enda væri erfitt að hafa ekkert að stafni í hálft ár [þar til heimsleikarnir byrja]. Þannig að ég verð að sjá hvernig spilast úr þessu hjá mér,“ sagði Katrín. Björgvin Karl sagði 99 prósent öruggt að hann myndi keppa á mótinu í maí en nánar verður rætt við þau í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld klukkan 19.10.
CrossFit Tengdar fréttir Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30 Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00 Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30 Mest lesið „Tappinn var settur aftur á kampavínsflöskuna“ Sport Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Enski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Tvö ólík framboð bárust áður en fresturinn rann út Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Rosalegt reiðikast Rüdiger sem reyndi að kasta hlut í dómarann Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Fleiri fréttir Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Sjá meira
Alþjóðlegt CrossFit mót haldið á Íslandi í maí CrossFit Reykjavík heldur alþjóðlegt mót í CrossFit í byrjun maí næstkomandi þar sem sigurverðlaunin er þátttökuréttur á heimsleikunum næsta sumar. 18. desember 2018 08:30
Sara: Gott að vera komin aftur Íslenska CrossFit stjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir stimplaði sig aftur inn meðal þeirra bestu með því að ná þriðja sæti á gríðarlega sterku CrossFit móti í Dúbaí um helgina. 17. desember 2018 09:00
Björgvin Karl: Við víkingarnir stöndum saman "Ég er aldrei ánægður með annað sætið en geri undantekningu á því núna,“ skrifaði Björgvin Karl Guðmundsson inn á Instagram síðu sína eftir frábæra frammistöðu sína um helgina. 17. desember 2018 10:30