Lars Lagerbäck ber fram kvörtun til UEFA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2018 12:30 Lars Lägerback er ekki ánægður. Vísir/Getty Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, er ekki sáttur með leikjaröðun norska landsliðsins í undankeppni EM 2020. . Lagerbäck, hefur ásamt norska sambandinu sent inn kvörtun til Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Ástæðan er leikur norska landsliðsins á Spáni 23. mars næstkomandi en sama dag spila Svíar og Rúmenar í riðlinum. Liðin þurfa síðan aftur að spila aðeins þremur dögum síðar. Leikur Norðmanna og Svía fer fram 26. mars í Osló eða þremur dögum eftir að Norðmenn eru að spila í Valencia á Spáni. Það er mun styttra að fara fyrir Svía sem eru að spila á heimavelli 23. mars. „Ég vildi í það minnsta láta vita af áhyggjum mínum þótt líklegast sé að það þýði ekki nett. Hér eru víst markaðslögmálin sem ráða,“ sagði Lars Lagerbäck við NTB. Dagbladet segir frá. „Við höfum kvartað til UEFA vegna þessa og það á við alla leikina í riðlinum,“ sagði Pål Bjerketvedt, framkvæmdastjóri norska sambandsins. „Það er ómögulegt að klára endurheimtina á bara tveimur dögum,“ bætti Bjerketvedt við. Stór hluti ástæðunnar er líka að Svíar búa sér til meiri hvíldartíma með því að færa leikinn sinn fram til klukkan sex. Norðmenn þurfa að spila klukkan korter í níu sama kvöld. „Í þessari undankeppni geta þjóðir komið sér saman um leiktíma og það er ekki góð þróun. Með því geta þjóðir búið sér til forskot,“ segir Lars Lagerbäck. Íslenska landsliðið fær líka bara tvo hvíldardaga á milli leikja sinna í mars. Liðið mætir Andorra 22. mars í Andorra la Vella og spilar svo við Frakka á Stade de France 25. mars. Fyrri leikir Íslands og Frakklands fara hinsvegar fram á sama tíma ólíkt leikjum Svía og Norðmanna. Svíar hafa búið sér til næstum því þriggja klukkutíma lengri hvíldartíma og landi þeirra er allt annað en sáttur.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Sjá meira