Nítján konur og börn dvöldu í Kvennaathvarfinu yfir jólin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 27. desember 2018 07:00 Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“ Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það voru skráðir hjá okkur tæplega 20 íbúar yfir jólin, tíu konur og níu börn og langflest voru í athvarfinu öll jólin,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Hún segir fjöldann nokkurn veginn á pari við það sem verið hefur síðastliðin jól, í það minnsta ekki fleiri en verið hefur. Samsetning dvalarkvenna nú var sömuleiðis svipuð og í fyrra. Bæði íslenskar og erlendar konur með börn sín. „Það er þannig yfir árið hjá okkur að helmingur dvalarkvenna er af erlendum uppruna og erlendu konurnar dvelja að jafnaði lengur og þannig er það um jólin líka. Við erum svo lánsöm að fá að halda jól sem bera keim af jólum héðan og þaðan úr heiminum.“ Sem fyrr var gert gott úr slæmri stöðu en Kvennaathvarfið er sem kunnugt er athvarf fyrir konur sem ekki geta búið heima hjá sér vegna ofbeldis. Til athvarfsins leita því konur og börn sem búa við slíkt ofbeldi að gleðileg jól heima fyrir eru nær ómöguleg. Börnin sem dvöldu nú um jólin voru á öllum aldri að sögn Sigþrúðar, allt frá unglingum og niður í lítil börn. Ekki er því útilokað að einhverjir gestanna hafi þarna verið að eiga sín fyrstu jól. Sigþrúður segir kræsingar hafa verið á borðum og glaðning fyrir alla sem þarna áttu um sárt að binda. „Það eru svo margir sem hugsa vel til athvarfsins og íbúa fyrir jólin að það flóði allt í kræsingum, gjöfum og glaðningi. Jólasveinninn kíkti við á aðfangadag og vakti mikla lukku. Svo höfðum við þetta hver með sínu sniði bara.“ Fyrrverandi gestir, sem enn eru að koma undir sig fótunum, nutu einnig góðs af þessu. „Við hittum líka fyrrverandi dvalarkonur, sem kannski margar eiga enn í fjárhagslegum erfiðleikum, og þar sem svo margir hugsuðu hlýlega til okkar þá vorum við aflögufær með ýmsan jólaglaðning út úr húsi líka. Við eigum því ýmsum mikið að þakka í kringum jólin.“
Birtist í Fréttablaðinu Jól Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira