Hvað gerðum við rangt? Þorvaldur Gylfason skrifar 27. desember 2018 07:00 Reykjavík – Brennandi spurningar leita svars um þessi jól og áramót þar eð okkar heimshluti er nú í uppnámi. Evrópa hefur búið við samfelldan frið frá stríðslokum 1945 ef undan er skilinn ófriðurinn á Balkanskaga eftir upplausn Júgóslavíu 1990-1992. Bandaríkin hafa einnig búið við frið heima fyrir ef árásin á New York og Washington 11. september 2001 er undan skilin. Bandaríkjamenn hafa þó ýmsa hildi háð fjarri heimahögum þennan tíma með misjöfnum árangri og við minnkandi orðstír. Þeir áttu ásamt ESB veg og vanda af samfelldum friði í Evrópu frá stríðslokum 1945, lengsta friðarskeiði álfunnar um aldir, ásamt frekari framsókn lýðræðis eftir hrun kommúnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu 1989-1991.Friður og framfarir Árin frá 1945 hafa ekki aðeins verið friðartími í Evrópu og Ameríku heldur einnig stórfellt framfaraskeið hvernig sem á er litið. Tekjur á mann í Evrópu hafa næstum fjórfaldazt frá 1960 og þrefaldazt í Bandaríkjunum líkt og í heiminum öllum. Það tekur nútímafólk því bara þrjá eða fjóra mánuði að afla tekna sem kostuðu forfeður okkar og mæður heils árs fyrirhöfn 1960. Evrópa hefur dregið á Bandaríkin. Meðalævi Evrópumanna var hálfu ári skemmri en meðalævi Bandaríkjamanna 1960 og er nú orðin tveim árum lengri. Þjóðverjar voru að meðaltali 2-3 cm lægri í loftinu en hvítir Bandaríkjamenn 1960 og eru nú 2-3 cm hávaxnari. Hverju sætir þessi viðsnúningur? Nærtæk skýring er að kjörum almennings er jafnar skipt í Evrópu en í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi Þýzkalands og annarra Evrópulanda er lengra á veg komið en velferðarkerfi Bandaríkjanna sem sætir fram á þennan dag linnulausum árásum af hálfu óvinveittra afla á vettvangi stjórnmálanna.Misskipting hefur afleiðingar Þar til nýlega hirtu margir lítt um skiptingu auðs og tekna. Tertan skiptir öllu máli, sögðu menn keikir, en skipting hennar er aukaatriði. Þar til fyrir fáeinum árum þótti Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París ekki vert að birta staðtölur um tekjuskiptingu í aðildarlöndum sínum. Enn í dag birta alþjóðastofnanir engar tölur um eignaskiptingu, en það gera nú aðrir undir forustu franska hagfræðingsins Thomas Piketty. Tölur um eignaskiptingu eru sums staðar feimnismál vegna þeirra eigna sem auðmenn hafa falið í skattaskjólum eins og Panama og eru nú fyrst að líta dagsins ljós í boði kjarkaðra uppljóstrara. Faldar eignir skekkja tölur um skiptingu. Hugmyndin um að skipting auðs og tekna skipti ekki máli var að málið snerist um öfund. Menn sögðu: Markaðsbúskapur kallar á auðmenn og fjárfesta og við skulum fagna þeim frekar en að amast við þeim. En allt hefur sín takmörk. Ef misskipting gengur of langt gengur hún fram af fjölda fólks.Bandaríkin, Bretland, Ísland Byrjum í Bandaríkjunum. Hlutdeild ríkasta hundraðshluta bandarískra heimila í þjóðartekjum, þ.e. þess 1% heimilanna sem hæstar höfðu tekjurnar fyrir skatt, var 20% 1920-1930, og þá skall heimskreppan á. Síðan minnkaði hlutdeild ríkasta hundraðshlutans smám saman í 10% 1970-1980, sumpart í krafti velferðarlöggjafar að evrópskri fyrirmynd. Auðmenn létu ekki bjóða sér slíka leiðréttingu. Ríkasti hundraðshlutinn vestra tekur nú aftur til sín 20% af þjóðartekjunum og stefnir hærra. Tugir milljóna Bandaríkjamanna sitja eftir með sárt ennið einkum til sveita og binda vonir sínar um betri tíð við Trump forseta. Af Bretlandi er svipaða sögu að segja. Þar minnkaði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 20% af þjóðartekjum 1920-1930 í 6% 1970-1980 og hefur síðan aukizt aftur í 14%. Margir Bretar, einkum utan borganna, telja sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið og þeir þökkuðu fyrir sig með því að greiða atkvæði með útgöngu Breta úr ESB. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða annars staðar um álfuna þótt sveiflurnar þar séu minni en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Danmörk er undantekningin sem sannar regluna. Þar hefur hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna minnkað hægt og bítandi úr 13% af þjóðartekjum 1920-1930 í 6% nú. Danir skilja að skipting tertunnar skiptir máli.Bandaríkin, Bretland, Ísland, … Í Bandaríkjunum ríkir nú tilfinnanlegt ófremdarástand. Alríkisstjórnin greiddi mörgum starfsmönnum sínum ekki laun fyrir jólin vegna greiðslustöðvunar. Virðuleg dagblöð, sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar o.fl. líkja Trump forseta við Hitler og Mússólíni. Bretland stendur einnig frammi fyrir miklu raski ef landið yfirgefur ESB í marz n.k. án samnings sem myndi tryggja slétt og felld umskipti. Frakkar mótmæla ríkisstjórn Macrons forseta með háreysti helgi eftir helgi. Mótmælendurnir koma einkum frá þeim hlutum landsins þar sem fólkinu hefur fækkað mest. Þannig getum við farið land úr landi. Þau sem telja sig hafa orðið undir heimta leiðréttingu sinna mála. Það sem við gerðum rangt var að leyfa misskiptingunni að ganga of langt. Launþegasamtökin hér heima ætla að heimta leiðréttingu á nýja árinu. Þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, hugsa þau, svo ég vitni til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Launþegasamtökin hafa afl til þess líkt og fyrr enda hefur vinnulöggjöfin í landinu staðið óbreytt frá 1938. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Reykjavík – Brennandi spurningar leita svars um þessi jól og áramót þar eð okkar heimshluti er nú í uppnámi. Evrópa hefur búið við samfelldan frið frá stríðslokum 1945 ef undan er skilinn ófriðurinn á Balkanskaga eftir upplausn Júgóslavíu 1990-1992. Bandaríkin hafa einnig búið við frið heima fyrir ef árásin á New York og Washington 11. september 2001 er undan skilin. Bandaríkjamenn hafa þó ýmsa hildi háð fjarri heimahögum þennan tíma með misjöfnum árangri og við minnkandi orðstír. Þeir áttu ásamt ESB veg og vanda af samfelldum friði í Evrópu frá stríðslokum 1945, lengsta friðarskeiði álfunnar um aldir, ásamt frekari framsókn lýðræðis eftir hrun kommúnismans í Sovétríkjunum og Austur-Evrópu 1989-1991.Friður og framfarir Árin frá 1945 hafa ekki aðeins verið friðartími í Evrópu og Ameríku heldur einnig stórfellt framfaraskeið hvernig sem á er litið. Tekjur á mann í Evrópu hafa næstum fjórfaldazt frá 1960 og þrefaldazt í Bandaríkjunum líkt og í heiminum öllum. Það tekur nútímafólk því bara þrjá eða fjóra mánuði að afla tekna sem kostuðu forfeður okkar og mæður heils árs fyrirhöfn 1960. Evrópa hefur dregið á Bandaríkin. Meðalævi Evrópumanna var hálfu ári skemmri en meðalævi Bandaríkjamanna 1960 og er nú orðin tveim árum lengri. Þjóðverjar voru að meðaltali 2-3 cm lægri í loftinu en hvítir Bandaríkjamenn 1960 og eru nú 2-3 cm hávaxnari. Hverju sætir þessi viðsnúningur? Nærtæk skýring er að kjörum almennings er jafnar skipt í Evrópu en í Bandaríkjunum. Velferðarkerfi Þýzkalands og annarra Evrópulanda er lengra á veg komið en velferðarkerfi Bandaríkjanna sem sætir fram á þennan dag linnulausum árásum af hálfu óvinveittra afla á vettvangi stjórnmálanna.Misskipting hefur afleiðingar Þar til nýlega hirtu margir lítt um skiptingu auðs og tekna. Tertan skiptir öllu máli, sögðu menn keikir, en skipting hennar er aukaatriði. Þar til fyrir fáeinum árum þótti Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) í París ekki vert að birta staðtölur um tekjuskiptingu í aðildarlöndum sínum. Enn í dag birta alþjóðastofnanir engar tölur um eignaskiptingu, en það gera nú aðrir undir forustu franska hagfræðingsins Thomas Piketty. Tölur um eignaskiptingu eru sums staðar feimnismál vegna þeirra eigna sem auðmenn hafa falið í skattaskjólum eins og Panama og eru nú fyrst að líta dagsins ljós í boði kjarkaðra uppljóstrara. Faldar eignir skekkja tölur um skiptingu. Hugmyndin um að skipting auðs og tekna skipti ekki máli var að málið snerist um öfund. Menn sögðu: Markaðsbúskapur kallar á auðmenn og fjárfesta og við skulum fagna þeim frekar en að amast við þeim. En allt hefur sín takmörk. Ef misskipting gengur of langt gengur hún fram af fjölda fólks.Bandaríkin, Bretland, Ísland Byrjum í Bandaríkjunum. Hlutdeild ríkasta hundraðshluta bandarískra heimila í þjóðartekjum, þ.e. þess 1% heimilanna sem hæstar höfðu tekjurnar fyrir skatt, var 20% 1920-1930, og þá skall heimskreppan á. Síðan minnkaði hlutdeild ríkasta hundraðshlutans smám saman í 10% 1970-1980, sumpart í krafti velferðarlöggjafar að evrópskri fyrirmynd. Auðmenn létu ekki bjóða sér slíka leiðréttingu. Ríkasti hundraðshlutinn vestra tekur nú aftur til sín 20% af þjóðartekjunum og stefnir hærra. Tugir milljóna Bandaríkjamanna sitja eftir með sárt ennið einkum til sveita og binda vonir sínar um betri tíð við Trump forseta. Af Bretlandi er svipaða sögu að segja. Þar minnkaði hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna úr 20% af þjóðartekjum 1920-1930 í 6% 1970-1980 og hefur síðan aukizt aftur í 14%. Margir Bretar, einkum utan borganna, telja sig hafa orðið undir í baráttunni um brauðið og þeir þökkuðu fyrir sig með því að greiða atkvæði með útgöngu Breta úr ESB. Svipuð þróun hefur átt sér stað víða annars staðar um álfuna þótt sveiflurnar þar séu minni en í Bandaríkjunum og Bretlandi. Danmörk er undantekningin sem sannar regluna. Þar hefur hlutdeild ríkasta hundraðshluta heimilanna minnkað hægt og bítandi úr 13% af þjóðartekjum 1920-1930 í 6% nú. Danir skilja að skipting tertunnar skiptir máli.Bandaríkin, Bretland, Ísland, … Í Bandaríkjunum ríkir nú tilfinnanlegt ófremdarástand. Alríkisstjórnin greiddi mörgum starfsmönnum sínum ekki laun fyrir jólin vegna greiðslustöðvunar. Virðuleg dagblöð, sagnfræðingar, stjórnmálafræðingar o.fl. líkja Trump forseta við Hitler og Mússólíni. Bretland stendur einnig frammi fyrir miklu raski ef landið yfirgefur ESB í marz n.k. án samnings sem myndi tryggja slétt og felld umskipti. Frakkar mótmæla ríkisstjórn Macrons forseta með háreysti helgi eftir helgi. Mótmælendurnir koma einkum frá þeim hlutum landsins þar sem fólkinu hefur fækkað mest. Þannig getum við farið land úr landi. Þau sem telja sig hafa orðið undir heimta leiðréttingu sinna mála. Það sem við gerðum rangt var að leyfa misskiptingunni að ganga of langt. Launþegasamtökin hér heima ætla að heimta leiðréttingu á nýja árinu. Þau segja: Hingað og ekki lengra. Nú er komið að okkur að taka til snæðings, hugsa þau, svo ég vitni til afrísks máltækis sem er ættað af sléttunum þar sem ljónin berjast um bráðina. Launþegasamtökin hafa afl til þess líkt og fyrr enda hefur vinnulöggjöfin í landinu staðið óbreytt frá 1938.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun