Körfubolti

Körfuboltakvöld: Svakalega þroskaður leikmaður

Dagur Lárusson skrifar
Pétur Rúnar.
Pétur Rúnar. vísir/Bára
Dominos Körfuboltakvöld fór fram á föstudaginn 21.desember þar sem Kjartan Atli og sérfræðingar hans tóku t.d. Tindastól sérstaklega fyrir.

 

Þeir félagarnir byrjuðu á því að ræða spilamennsku Péturs Rúnars.

 

„Hann er búinn að vera frábær og hann er búinn að stýra þessu liði,“ sagði Kjartan Atli.

 

Sérfræðingar Kjartans tóku undir.

 

„Já það sem mér fannst hann gera ótrúlega vel var hversu vel hann las leikinn. Þegar hann fékk Ágúst Orra á sig þá fór hann alltaf á hann og tók hann, tók alltaf réttu ákvörðuninar.“

 

„Hann er svakalega þroskaður leikmaður, hann er ekki einhver sem leitar markvist eftir einhverri ákveðni tölfræði, honum er alveg sama um það,“ sagði  Teitur.

 

Þeir tóku einnig fyrir spilamennsku Danero Thomas og Dino Butrorac.

 

„Dino var frábær í þessum leik.“

 

„Mér finnst hann verða bara betri og betri með hverjum leiknum.“

 

„Þessar hendur hjá Thomas, hann er einhvern bara í öllum sendingum.“

 

Umræðuna í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×