Fótbolti

Viðræður hafnar við Kolbein um riftun á samningi hans við Nantes

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu
Kolbeinn í leik með íslenska landsliðinu vísir/getty
Landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson er í viðræðum við félag sitt, franska liðið Nantes um að rifta samningi sínum.



Kolbeinn er í kuldanum hjá félaginu og framtíð hans þar er engin. Kolbeinn hefur lengi talað fyrir því að hann vilji yfirgefa félagið sem fyrst til þess að fá að spila á ný.



Forseti Nantes, Waldemar Kita er í viðtali við franska miðla í dag og þar segir hann að félagið sé í viðræðum við bæði Kolbein og Svisslendinginn Alexander Kacaniklic um að rifta samningum sínum við félagið.



Báðir leikmennirnir eru samningsbundir til ársins 2020 en þeir vilja að Nantes borgi upp restina af launum sínum út samninginn ef þeir eiga að rifta honum.



Kita er ekki sáttur með það og viðræðurnar hafa gengið brösulega.



„Ég þoli þetta ekki. Við erum að reyna að hitta þá á miðri leið en þeir vilja fá launin sín greidd út samninginn,“ sagði Kita.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×