Körfubolti

Breytingar í körfunni: KR sendir Króatann heim og Stjarnan fær skotbakvörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
KR er búið að segja upp Dino.
KR er búið að segja upp Dino. vísir/bára
Liðin í Dominos-deild karla halda áfram að skoða leikmannamál sín nú þegar deildin er í fríi og einhver lið hafa skipt um útlendinga.

Á heimasíðu KR kom fram í gær að liðið hefði ákveðið að senda Króatann Dino Stipcic aftur til síns heima en hann náði sér ekki á strik.

„Dino hefur ekki náð sér á strik í leik með KR en að öllu öðru leyti var leikmaðurinn til fyrirmyndar. Félagið þakkar Dino fyrir sitt framlag en hann var einnig aðstoðarþjálfari hjá félaginu,“ sagði í tilkynningu KR.

Stjarnan ákvað svo á dögunum að senda Paul Anthony Jones III heim en þeir hafa nú fundið eftirmann hans. Þetta tilkynntu þeir á vef sínum í dag.

Eftirmaðurinn heitir Brandon Rozzell en hann er 29 ára gamlal skotbakvörður. Hann þekkir vel þjálfara Stjörnunnar, Arnar Guðjónsson, en þeir unnu saman hjá Svendborg Rabbits í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×