Lögregla í Marokkó: "Þeir voru þarna til að drepa ferðamenn“ Atli Ísleifsson skrifar 23. desember 2018 19:15 Þrír mannanna sem handteknir voru í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Mynd/Lögregla í Marokkó Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku. Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira
Fjórmenningarnir sem hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt hina norsku Maren Ueland og hina dönsku Louisu Vestager Jespersen höfðu það að markmiði að drepa ferðamenn þar sem þeir voru staddir í Atlasfjöllum á mánudagsmorgun. Þetta sagði Boubker Sabik, talsmaður marokkósku lögreglunnar, á fréttamannafundi í dag þar sem greint var frá nýjustu vendingum í rannsókninni. Hann segir að svo virðist sem að tilviljun hafi ráðið því að stúlkurnar tvær hafi orðið fyrir valinu hjá mönnunum. „Tilviljun réð hver fórnarlömbin voru. Samkvæmt rannsakendum sóttust þeir ekki sérstaklega eftir því að drepa þá norsku og þá dönsku, en þeir voru þarna til að drepa ferðamenn.“Hafði hlotið dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum Fjórir menn voru handteknir vegna gruns um morðin á þeim Ueland og Jespersen. Lögregla í Marokkó telur að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða, þar sem þeir hafi áður svarið hollustu við hryðjuverkasamtökin ISIS. Á blaðamannafundinum kom jafnframt fram að einn hinna fjögurra árásarmanna hafi áður afplánað tveggja ára dóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. „Hann var handtekinn árið 2013 fyrir að safna liði öfgamanna. Hann hlaut tveggja ára dóm og var sleppt árið 2015.“Louisa Vesterager Jespers, 24 ára, og Maren Ueland, 28 ára, fundust myrtar í Marokkó á mánudagsmorgun.Myndir/FacebookBenti á samverkamenn sína Sabik fór jafnframt yfir tímalínu handtakanna en það var Abderrahmane Khayali sem var fyrst handtekinn af lögreglu. Það gerðist fáeinum tímum eftir að líkin fundust í grennd við bæinn Imlil. Rannsóknarlögreglumenn höfðu þá komist á sporið eftir að hafa rætt við vitni og skoðað myndir úr öryggismyndavélum. Khayali benti í yfirheyrslum á samverkamenn sína – þá Younes Ouaziad, Abdessamad Ijoud og Rachid Aftati – sem voru svo handteknir í rútu í Marrakech á fimmtudaginn. Rútunni var heitið til ferðamannabæjarins Agadir og fundist hnífar undir sætum mannanna. Níu menn til viðbótar voru svo handteknir á fimmtudag fyrir að tengjast sama hryðjuverkaneti og mennirnir fjórir. Fundust efni til sprengjugerðar eftir húsleit á heimilum mannanna.Hugðust klífa Toubkal Sabik segir lögreglu hafa útilokað að mennirnir hafi fengið skipanir frá ISIS um að myrða ferðamenn. Enginn þeirra hafi ferðast til stríðssvæða og starfað með vígasveitum hryðjuverkasveitanna. Lögregla telur að þeir hafi ætlað sér að framkvæma fleiri árásir. Konurnar tvær höfðu tjaldað tjaldi sínu um sjö kílómetrum frá bænum Imlil, en förinni var heitið að Toubkal, hæsta fjalli Norður-Afríku.
Afríka Marokkó Marokkó-morðin Norðurlönd Tengdar fréttir „Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09 Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13 Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Sjá meira
„Hafi bróðir minn gert þetta þá á hann skilið að deyja“ Said Ouziad, eldri bróðir Youness Ouazid, eins mannanna sem grunaður er um morðin á Maren Ueland og Louisu Vesterage Jespersen í Marokkó í vikunni, segir að bróðir sinn eigi skilið að deyja hafi hann gerst sekur um glæpinn. 21. desember 2018 09:09
Rannsaka myndband sem sýnir morðið á annarri konunni Þá voru þrír menn handteknir vegna málsins í Marokkó í morgun. 20. desember 2018 10:13
Sá Maren síðast á lífi er leiðir þeirra skildu á Íslandi Ferðafélagi og vinur Marenar Ueland, norskrar konu á þrítugsaldri sem fannst myrt ásamt vinkonu sinni í Marokkó á mánudagsmorgun, lýsir síðasta ferðalagi þeirra saman í viðtali við norska dagblaðið Verdens Gang, VG. 19. desember 2018 08:20