Enski boltinn

Upphitun: Tekst Aroni og félögum að skemma frumraun Solskjær?

Arnar Geir Halldórsson skrifar
18.umferð ensku úrvalsdeildarinnar hófst í gær með leik Wolverhampton Wanderers og Liverpool. 

Boltinn heldur áfram að rúlla í dag og á morgun. Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley heimsækja Arsenal í fyrsta leik dagsins. Jóhann Berg er tæpur vegna meiðsla sem hann hefur verið að glíma við undanfarnar vikur en gæti snúið aftur í byrjunarlið Burnley í dag.

Augu flestra munu beinast að höfuðborg Wales þar sem Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff fá Manchester United í heimsókn. Er þetta fyrsti leikurinn eftir stjóraskipti hjá Manchester stórveldinu þar sem Ole Gunnar Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho í vikunni.

Aron þekkir vel til Norðmannsins þar sem hann þjálfaði Cardiff um stutt skeið árið 2014.

Á morgun er aðeins einn leikur á dagskrá en þá fá Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsókn frá höfuðborginni þegar Tottenham mætir á Goodison Park. Gylfi Þór lék með Tottenham frá 2012-2014.

Leikir helgarinnar

Laugardagur

12:30 Arsenal - Burnley (Stöð 2 Sport) 

15:00 Bournemouth - Brighton 

15:00 Chelsea - Leicester (Stöð 2 Sport) 

15:00 Huddersfield - Southampton 

15:00 Man City - Leicester 

15:00 Newcastle - Fulham 

15:00 West Ham - Watford 

17:30 Cardiff - Man Utd (Stöð 2 Sport) 



Sunnudagur

16:00 Everton - Tottenham (Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×