Gylfi skoraði laglegt mark er Tottenham niðurlægði Everton

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson skorar mark sitt í kvöld.
Gylfi Þór Sigurðsson skorar mark sitt í kvöld. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson skorað annað mark Everton er liðið var niðurlægt af Tottenham í ensku úrvalsdeildinni i kvöld. Lokatölur 6-2.

Þetta byrjaði vel fyrir Everton því á 21. mínútu skoraði Theo Walcott eftir laglegt spil þar sem Gylfi átti lykilsendingu í uppbygingu marksins.

Skömmu síðar hefði Everton getað komist í 2-0 er Dominic Calvert-Lewin skallaði boltann í netið en dómari leiksns, Paul Tierney, flautaði aukaspyrnu á framherjann. Everton-menn ósáttir með dóminn og gátu verið það.

Á 27. mínútu jafnaði Tottenham hins vegar metin eftir skrípaleik í varnarleik Evreton og átta mínútum síðar skoraði Dele Alli. Þeir voru ekki hættir fyrir leikhlé því Harry Kane kom þeim í 3-1 skömmu fyrir hlé.

Áfram hélt veisla Tottenham í síðari hálfleik því Daninn Christian Eriksen skoraði laglegt mark í upphafi síðari hálfleiks og Tottenham komið í 4-1. Hörmulegur varnarleikur Everton og liðið eins og gatsigti.

Gylfi Sigurðsson klóraði í bakkann fyrir Everton á 51. mínútu er hann skoraði mark upp á sitt einsdæmi. Gylfi var sprækur í kvöld en margir leikmenn Everton, þá sér í lagi varnarlega, náðu sér alls, alls ekki á strik.

Aftur varð forustan þrjú mörk á 61. mínútu er Soung Heung-min skoraði annað mark sitt og fimmta mark Totenham. Síðasta markið skoraði svo Harry Kane stundarfjórðungi fyrir leikslok og lokatölur 6-2.

Tottenham er í þriðja sætinu með 42, tveimur stigum á eftir City sem er í öðru sætinu og sex stigum á eftir toppliði Liverpool. Everton hefur gengið illa að undanförnu og er í ellefta sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira