Íslenski boltinn

Sel­foss fór með sigur af hólmi á Laugar­dals­velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selfyssingar unnu 2. deildina sem og Fótbolti.net bikarinn.
Selfyssingar unnu 2. deildina sem og Fótbolti.net bikarinn. UMF Selfoss

Selfoss og KFA mættust í úrslitum Fótbolti.net bikarsins og voru það Selfyssingar sem fóru með sigur af hólmi eftir framlengdan leik, lokatölur 3-1.

Selfoss vann 2. deild karla örugglega með 51 stig á meðan KFA endaði í 5. sæti með 35 stig. Fyrir leik var því búist við öruggum sigri Selfyssinga en annað kom á daginn.

Staðan var markalaus í hálfleik og á 54. mínútu kom Birkir Ingi Óskarsson KFA yfir en Sesar Örn Harðarson jafnaði metin fyrir Selfoss þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Ekki urðu mörkin fleiri í venjulegum leiktíma og því var framlengt.

Brynjar Bergsson kom Selfoss yfir á 99. mínútu og Gonzalo Zamorano fór langleiðina með að tryggja Selfyssingum dolluna með marki aðeins þremur mínútum síðar. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur á Laugardalsvelli 3-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×