Aubameyang með tvö er Arsenal komst aftur á sigurbraut

Dagur Lárusson skrifar
Úr leiknum.
Úr leiknum. vísir/getty
Pierre Emerick Aubameyang skoraði tvö mörk fyrir Arsenal þegar liðið komst aftur á sigurbraut í ensku deildinni með 3-1 sigri á Burnley.

 

Síðustu helgi tapaði Arsenal fyrir Southampton en þetta var fyrsti tapleikur Arsenal síðan í ágúst og því var liðið að vonast eftir því að komast aftur á sigurbraut.

 

Leikurinn byrjaði heldur fjörlega en á fyrstu mínútunni fengu bæði lið dauðafæri til þess að komast yfir en hvorugt færið var nýtt.

 

Það var síðan um miðbik fyrri hálfleiksins þar sem Mesut Özil fékk boltann rétt fyrir utan vítateig og gaf frábæra sendingu á Kolasinac sem gaf fyrir á Aubameyang sem skoraði framhjá Joe Hart í markinu og kom Arsenal yfir. 1-0 í hálfleiknum.

 

Seinni hálfleikurinn byrjaði síðan mjög vel fyrir liðsmenn Arsenal en þeir náðu góðri skyndisókn strax á 47.mínútu sem Aubameyang lauk með geggjuðu skoti framhjá Joe Hart og kom Arsenal í 2-0 forystu.

 

Liðsmenn Burnley börðust eins og grenjandi ljón út leikinn og náðu að minnka forystuna með marki frá Ashley Barnes sem hleypti spennu í leikinn. Sú spenna hvarf þó í uppbótartíma þegar Alex Iwobi skoraði þriðja mark Arsenal og innsiglaði sigurinn.

 

Eftir leikinn er Arsenal komið í 37 stig í fjórða sæti deildarinnar.

 



 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira