Innlent

Stjórn tók fyrir Klaustursmál

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Bára Halldórsdóttir í héraðsdómi í vikunni.
Bára Halldórsdóttir í héraðsdómi í vikunni. Vísir/Vilhelm
„Málsmeðferðin var rædd í stjórn Persónuverndar í dag og framhaldsmálsmeðferð hjá okkur ákveðin,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, en Klaustursmálið svokallaða var borið upp á fundi stjórnar í gær.

Þingmenn Miðflokksins, sem sátu að sumbli á Klausturbar, réðu sér lögmann sem meðal annars sendi Persónuvernd erindi vegna upptökunnar. Hver framhaldsmeðferð verður fæst ekki uppgefið strax.

„Við náðum ekki í málsaðila til að tilkynna þeim um hana og það hefur alltaf verið vinnuregla hjá Persónuvernd að upplýsa fyrst málsaðila og svo fjölmiðla. Við reyndum en því miður náðist það ekki í dag.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×