Sýrlenskir Kúrdar líta til Frakklands Samúel Karl Ólason skrifar 20. desember 2018 19:28 Emmanuel Macron, forseti Frakklands, mun funda með sendinefnd sýrlenskra Kúrda á morgun. AP/Michel Euler Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er. Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Sýrlenskir Kúrdar líta nú til Frakklands eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ákvað að kalla alla hermenn sína frá Sýrlandi. Yfirvöld Frakklands ætla ekki að kalla hermenn sína í Sýrlandi heim að svo stöddu, þar sem ekki er búið að vinna sigur gegn Íslamska ríkinu, eins og Trump hefur haldið fram. Viðræður standa nú yfir milli Bandaríkjanna og Frakklands um framhaldið. Frakkland er meðlimur í bandalagi Bandaríkjanna gegn ISIS og er með sérsveitarmenn í norðurhluta Sýrlands þar sem þeir berjast með sýrlenskum Kúrdum og öðrum meðlimum samtakanna Syrian Democratic Forces gegn ISIS-liðum. Sendinefnd SDF mun fara á fund Emmanuel Macron, forseta Frakklands á morgun og ræða stöðuna í Sýrlandi.Heimildarmaður Reuters innan forsetaembættis Frakklands sagði ljóst að Bandaríkin væru hryggjaliðurinn í bandalaginu gegn ISIS og ákvörðun Trump væri ekki af hinu góða. Þá mun Macron hafa reynt að fá Trump til að skipta um skoðun þegar þær töluðu saman í síma í gær. Fjölmargir aðrir hafa sömuleiðis reynt að snúa forsetanum bandaríska en án árangurs og hefur ákvörðunin verið harðlega gagnrýnd af embættismönnum og þingmönnum í Bandaríkjunum og víðar.Sjá einnig: „Ef Obama hefði gert þetta, værum við allir brjálaðir“Frakkar hafa mikilla hagsmuna að gæta en ISIS-liðar hafa gert fjölmargar mannskæðar árásir þar í landi. Hundruð franskra ríkisborgara gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin og telja yfirvöld að enn stafi mikil ógn af þeim. Í yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Frakklands segir að mikilvægt sé að verja íbúa norðurhluta Sýrlands og að tryggja stöðugleika svæðisins til að tryggja að hryðjuverkasamtökin nái ekki fótfestu þar á nýjan leik og Bandaríkin verði að taka það með í reikninginn. Þar segir einnig að Frakkar muni tryggja öryggi allra bandamanna bandalagsins á svæðinu og þar á meðal séu sýrlenskir Kúrdar og SDF. Tyrkir hafa hótað því að gera árásir á yfirráðasvæði SDF og segja sýrlenskir Kúrdar að ákvörðun Trump séu svik við þá. Nú í dag höfðu fjölmiðlar í Tyrklandi eftir Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, að Tyrkir hyggðu á árásir gegn Kúrdum. „Nú er talað um að þeir séu að grafa skurði og göng við Manbij [borg við vesturbakka Efrat] og á austurbakka Efrat. Þeir geta grafið göng og skurði ef þeir vilja, þeir geta farið neðanjarðar ef þeir vilja. Þegar þar að kemur verða þeir grafnir í skurðunum sem þeir grófu. Enginn ætti að draga það í efa.“Fyrr í vikunni sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, að her hans gæti hafið árásir á Kúrda hvenær sem er.
Bandaríkin Donald Trump Frakkland Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14 Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15 Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28 Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03 Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Sjá meira
Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. 13. desember 2018 10:14
Trump ætlar að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi Landhernaði gegn Ríki íslams verður hætt strax. 19. desember 2018 14:15
Telja að ákvörðun Trump muni efla ISIS Forsvarsmenn samtaka Kúrda sem barist hafa gegn hryðjuverkasamtökunum ISIS í Sýrlandi telja að ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta, um að kalla alla hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi heim, muni leiða til tómarúms sem geri það að verkum að ISIS geti safnað fyrri kröftum. 20. desember 2018 10:28
Trump sakar bandamenn um vanþakklæti og lýgur um Sýrland Á sama tíma og Pútín Rússlandsforseti lofaði ákvörðun Trump um að draga herlið frá Sýrlandi fullyrti bandaríski forsetinn að Rússar væru óánægðir með hana. 20. desember 2018 13:03
Kúrdar í Sýrlandi telja ákvörðun Trump svik Mikil óvissa ríkir um framhald stríðsins gegn Ríki íslams í Sýrlandi eftir að Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti að hann ætlaði að draga 2.000 manna herlið þaðan. 20. desember 2018 15:38